Sunday, November 2, 2008
Dumb And Dumber
Hvar á maður að byrja þegar maður á að skrifa um mynd sem hefur haft svo ótrúlega mikil áhrif á mann og nánast mótað kímigáfu manns? Allt frá ótrúlega fyndum orðaleikjum og "puns" yfir í kúkahúmor af bestu gerð. Þessi mynd er fyrirmynd allra grínmynda og efast ég um að svona góð og solid grínmynd verði gefin út á okkar ævi. (Samt alveg án gríns, srsly!). Myndin fjallar um vinina Harry og Lloyd sem eru í orðisn fyllstu merkingu; hálfvitar. Þeir eiga í erfiðleikum með að sætta sig við að lífið er erfitt og maður þarf að vinna fyrir hlutunum. Tilvitnun í myndina, Harry: "There's not a job in this town!" Lloyd: "Yeah, not unless you wanna work 30 hours a week! pffhtt". Sagan er svo fullkomin, hún er ekkert Godfather-Usual Suspects Plot twist masterpiece en það er heldur ekki þar sem snilldin liggur. Snilldin er í einfaldleikanum. Grínmyndir, allavegana góðar grínmyndir þurfa að hafa eitthvað mission, og ef þær eru virkilega góðar þá inniheldur missionið road trip þar sem allur andskotinn gerist. Missionið í Dumb and Dumber er að koma ferðatösku til Aspen. Og Road trippið er til Aspen.
Önnur tilvitnun í myndina, Harry: “So you got fired again, eh?” Lloyd: “Oh yeah. They always freak out when you leave the scene of an accident, ya' know?” Harry: Yeah, well, I lost my job too. Lloyd: “Man, you are one pathetic loser.” AAHHH þetta er svo yndisleg mynd!!! Til þess að toppa ferðalagið þeirra Harry og Lloyd’s þá er ferðataksan sem þeir eru að skila full af peningum og áttu þeir að vera lausnargjald fyrir mannránsfórnarlamb og þess vegna eru sendir leigumorðingjar á eftir þeim. Þrátt fyrir að þessi mynd sé líklega mesta feel-good mynd í heiminum þá er (nú ætla ég að gera ráð fyrir að allir hafi séð þessa mynd) endirinn án efa mesta svekk kvikmyndasögunnar, (nema kannski endirinn á Das Boot… gauuuur).
Tilvitnun: Lloyd við leigumorðingja sem fékk far hjá þeim “hey, do you wanna hear the most annoying sound in the world? EEEHHHHHHHHHHGGHHHHRRHH!!!!”
Á meðan jafnaldrar mínir horfðu á Aladdin eða Lion King (sem ég hef nota bene aðeins séð einu sinni, þ.e. á frumsýningunni) þá horfði ég aftur og aftur og aftur á Dumb and Dumber, bestu grínmynd sem Bandaríkjamenn hafa nokkurn tímann gert, en Bretar eiga langa og góða grínsögu þó svo gef ég skít í þetta Peter Sellers bleika pardus slap-stick shit grín, það fer einhvern veginn svo mikið í taugarnar á mér. Svo verður það líka að koma fram að Monty Python eiga án efa heiðurinn á því að innleiða steik í sjónvarp.
Kvikmyndatakan í Dumb and Dumber er bara alveg ágæt svosem, ekkert eftirminnileg en það þarf hún svo alls ekki að vera. Klippingin er líka bara frekar hlutlaus og venjuleg En eins og áður sagði þá þurfa þessir tveir þættir ekki að vera gífurlega mikið útpældir í grínmyndum þar sem listræni þátturinn er ekki ríkjandi heldur afþreyingarþátturinn frekar og handritasmíðin sem einmitt er alveg best í þessari mynd. Það vita það ekki margir en Haley Joel Osment (Sixth Sense eftir M. Knight Shyamalaeyamnanaman) fékk fyrsta hlutverk sitt í stórri bíómynd í Dumb and Dumber. Hann var einmitt blindi krakkinn sem Lloyd seldi hauslausa páfagaukinn.
Billy blindi: “Pretty bird, can you say pretty bird? Pretty bird”
Úff þessi mynd sko, ég elska hana, vona að fleiri elski hana jafnmikið og ég þó svo er ég nánast viss um að Siggi(no offense) eigi eftir að skjóta hana niður því “Jim Carrey er útrbrunninn og hefur aldrei leikið í Stanley Kubrick mynd eins og Peter Sellers” eða “Myndatakan endurspegli ekki sálarangist aðalpersónanna nógu vel”. En ég meina. Stundum þarf maður bara að sökkva sér aðeins í lágmenninguna. Ég gef þessari mynd fjórar stjörnur pottþétt, (ég viðurkenni það fúslega að hún fær alveg heila aukstjörnu frá mér bara út af nostalgíugildinu, en hún er samt alveg jafngóð og í gamla daga!) Ég ætla að ljúka þessari færslu með annarri frábærri tilvitnun, Löggukall: “Pullover!” Harry: “No, it's a cardigan but thanks for noticing.” Lloyd: “Yeah, killer boots man!”.
Blogg um teiknimynd
Teiknimyndin Prinsessan og durtarnir fjallar eins og nafnið gefur til kynna, um prinsessu og durta.
Prinsessan Írena býr í höllinni og á enga móður. Faðir hennar er alltaf í burtu að hugsa um ríkið sitt. Þess vegna hefur Írena litla, sem er á að giska 9-11 ára, barnapíuna Úllu.
Dag einn fer Írena að leika sér í skóginum hjá höllinni og felur sig fyrir Úllu sem leitar af henni lengi. Írena verður úti alveg þangað til það verður dimmt og þá villist hún. Allskyns furðukvikindi birtast í skóginum og hún verður skíthrædd, fer upp við tré í fósturstellinguna og byrjar að gráta. Kötturinn hennar, Gosi, getur ekkert hjálpað henni.
En þá allt í einu heyrist söngur í fjarska og við sjáum litla ljóstýru. Það er hann kalli, sonur námuverkamanns. Hann veit að furðukvikindin eru gæludýr durtanna, og þau þola söng verst af öllu. Þá forða þau öll sér og Kalli bjargar Írenu og fylgir henni í höllina. Það var byrjunin á fallegum vinskap.
En svona aðeins til að útskýra hvað durtar eru, þá eru það einskonar mannverur, sem búa neðanjarðar. Þau bjuggu einu sinni ofanjarðar en mannfólkið hrakti þau ofan í jörðina. Þar eru konungur, drottning og kóngsonur, Froskavör prins, sem ríkja yfir öllum durtunum. Þau eru ógeðslegust af öllum. Þau fagna öllu sem ógeðslegt er. Durtarnir eru bara með eina tá, og það er þeirra viðkvæmasti líkamshluti. Þeir þola sem sagt illa að heyra söng og skynja hamingju, og að láta stíga á tærnar sínar. Konungsfólkið er með gráa húð en þegnarnir geta verið með allskonar á litinn, en allir litirnir eru samt mjög daufir og niðurdrepandi. Sálfræði í bíómyndum ...
Allavega. Írena uppgvötvar einn dag leynihurð á herberginu sínu og það leiðir hana í turn á kastalanum þar sem hún sér draug ömmu sinnar. Amma hennar lætur hana fá garn, en þetta er töfragarn. Það á hún að nota þegar hún er í hættu.
Hún finnur það á sér að hún verði að fara niður í heim durtana og þar bjargar hún Kalla með hjálp garnsins. Hann hafði óvart farið þangað niður og komist að því hvað durtarnir höfðu í hyggju.
Til að gera langa sögu stutta, þá hafa durtarnir verið að byggja risastóra stíflu sem þeir ætla að meiða mannfólkið með. Þeir ætla líka að láta Froskavör prins durtanna giftast Írenu svo durtarnir nái völdum á jörðinni aftur.
Það mistekst því Kalli, hetjan okkar, bjargar öllu. Hann lætur alla varðmenn konungs stíga á tærnar á durtunum og syngja fyrir þá. Froskavör prins er svo steypt niður stóran foss.
Í lokin eru sem sagt allir að syngja mjög fallegt lag. Það er rosa flott. Ég elskaði þessa mynd þegar ég var lítil. Enda talaði Felix Bergson fyrir Kalla og Írena prinsessa var í bleikum kjól allan tímann.
The Incredible Hulk
Ég fór á The Incredible Hulk í bíó fyrir nokkru og ákvað að blogga um hana í dag, annan nóvember. Myndin er eins konar framhald af síðustu Hulk mynd sem var gerð af leikstjóranum Ang Lee og fékk vægast sagt slæma dóma þrátt fyrir að hafa átt ágæta kafla. Eric Bana (The Passion of The Christ) lék þar Beljakann ógurlega en í nýju myndinni leikur snillingurinn Edward Norton (American history X, Fight Club) Beljakann. The Incredible Hulk er eins og ég sagði eins konar framhald af fyrri myndinni en allir hlutirnir ganga ekki alveg upp ,en vel flestir. Bruce Banner flúði til Suður-Ameríku í fyrri myndinni og í þessari er hann þar ennþá. Hann er í sambandi við mann sem kallar sig Mr. Blue og hyggst finna lækningu á Beljakanum. Fleiri Stjörnuleikarar taka þátt í þessari mynd og ber þar helst að nefna Liv Tyler (Lord of The Rings Trílógían), Tim Roth (Reservoir Dogs) og William Hurt (Into The Wild, History of Violence, The Good Shepard, Syriana og margar fleiri.).
Leikstjórinn Lois Leterrier hefur ekki leikstýrt mörgum og er þetta þriðja myndin sem hann hefur gert. Fyrsta myndin var Danny the Dog með Jet Lee og mynd númer tvö var Transporter 2 með Jason Statham og er í sjálfu sér alveg magnað hvað rosalega margir gæðaleikarar treysta honum fyrir því sem hann er að gera. Myndatakan í þessari mynd er geðveik, þess til sönnunar þá er eltingaleikurinn í Suður-Ameríska Shanty-town-inu einn sá mest spennandi sem ég hef séð og er alveg ótrúlega flott að sjá hvernig leikstjórinn notar til dæmis myndavélakranann. Klippingin er í hæsta
gæðaflokki líka og er umgjörðin um þessa mynd alveg hreint til fyrirmyndar. Eitt atriði í kvikmyndinni fór þó verululega mikið í taugarnar á mér *SPOILER* þegar Beljakinn er búinn að sigra óvininn og Liv Tyler er föst inni í brennandi þyrlunni, sem er alveg að fara að springa vegna olíunnar sem er að leka á fullu, þá tekur Beljakinn upp á því að klappa geðveikt fast í átt að þyrlunni. Ok að klappa…. Það er virkilega lélegt múv, það hefði verið svo mikið betra að láta hann bara blása á helvítis þyrluna, já eða bara hlaupa að þyrlunni, taka Liv útúr henni og láta sprenginguna springa á sig og taka þar með höggið og hitann. En ég er ekki
leikstjórinn svo þetta verður bara að vera svona.
The Incredible Hulk er, myndi ég segja, eina af fyrstu myndunum af þessum virkilega góðu og vel gerðu ofurhetjumyndum þrátt fyrir gallana sína. En ofurhetjumyndir á borð við Iron Man og Batman: The Dark Knight eru það sem koma skal og var það án nokkurs vafa Batman Begins sem sýndi fram á það hvers megnugt ofurhetju conceptið var, svo gleymdist það í smástund þegar Spiderman reið öllu í drasl en svo hófst þetta upp á nýtt þegar The Incredible Hulk kom út. Ég er að sjálfssögðu ekki að segja að Christopher Nolan hafi bara fengið uppljómun þegar hann sá þessa mynd og ákveðið að gera Dark Knight, hann var auðvitað byrjaður á henni langt á undan, en “góðu-mynda-aldan” byrjaði á Hulk, vil ég meina. The Incredible Hulk er alveg hreint fínasta mynd og hef ég ákveðið að gefa henni þrjár og hálfa stjörnu og er þetta alveg solid 3 ½ stjörnu mynd. Muthafucka!
Friday, October 31, 2008
Örblogg #3 a.k.a. Vondumyndablogg #3
Jahá nú kemur skemmtilegt blogg um kvikmynd sem heitir "3 ninjas: High Noon at Mega Mountain" og er ein af myndunum í 3 ninjas myndaröðunum. Mynd þessi skartar stjörnuleikurum á borð við Hollywood Hulk Hogan, Loni Anderson og Jim Varney. Hulk Hogan þarfnast engrar kynningar og Loni Anderson hefur leikið í myndum eins og Night at the Roxbury og þáttum á borð við Sabrina the Teenage Witch. En maðurinn sem flestallir kannast við er Jim Varney. Þú þekkir hann, ég þekki hann og vinir þínir þekkja hann en við höfum séð hann margoft en hans raunverulega nafn hefur ekki verið jafnáberandi. Jim Varney er nefnilega Ernest. Ernest í Ernest goes to Africa, Ernest joins the Army og miklu fleiri Ernest mynda. Svo talaði hann líka fyrir gormahundinn í Toy Story myndunum. Söguþráðurinn er einfaldur. Ninjurnar þrjár vita ekkert skemmtilegra en að horfa á uppáhaldsþáttin sinn sem Hogan leikur aðalhlutverkið í. Opna á skemmtigarð í sama þema og þátturinn og á Dave Dragon (Hogan) að tilkynna þar að hann sé að fara að hætt í sjónvarpi og þetta muni vera síðasta framkoma sem hann komi fram sem Dave Dragon. Ninjurnar þrjár ásamt tölvusnillingnum Amöndu fara í þennan skemmtigarð og viti menn, á garðinn ræðst hópur af illum ninjum sem hóta að sprengja hann. Höfuðpaurar vonda ninjuteymisins eru einmitt Loni Anderson og Tim Varney. Loni leikur Medúsu en Tim leikur Lothar Zogg (sem er btw frekar töff vondukallanafn). ninjurnar þrjár og vinkona þeirra þurfa að yfirbuga óvininn með glæstum bardagahreyfingum og tölvukunnáttu og fá með sér í lið Dave Dragon (Hogan) til þess að lumbra á ninjunum vondu. Þessi mynd á virkilega skilið að vera kölluð vond, ef ég renni yfir allar þær vondu myndir (hér nota ég orðið vond því orðið slæm er ekki nógu sterkt) þá held ég að engin mynd hafi reynt jafnmikið að verða vond. Það er eins og leikstjórinn Sean McNamara hafi verið með bundið fyrir augun, eyrun, lyktar- og snertiskynið þegar hann gerði þessa mynd því hún lætur manni án alls gríns líða líkamlega illa. Bardagaatriðin eru hryllileg, klipping og myndataka eins dauf og hægt er, tónlistin, sjitt... tónlistin... hún var það eina góða í myndinni en sjitt hvað hún var góð (hlustaðu bara á treilerinn), leikurunum sem léku ninjurnar var algerlega ókleift að tjá tilfinningar og einu orðin í orðaforða þeirra eru: "Awesome!", "Let's Rock!" og "Totally Extreme!" Þessi mynd ætti að vera höfð til sýnis á kvikmyndasafni einhversstaðar úti í heimi til þess að sýna kvikmyndagerðamönnum hvernig á EKKI að gera bíómynd.
Ég gef myndinni -2 stjörnur af 5 (Já þetta er "mínus tveir", ekki "Bandstrik tveir")
Thursday, October 30, 2008
Örblogg #2
Jésshh. Ég sá aldeilis skemmtilega mynd með Magnúsi Erni tvisvar sinnum í vikunni sem heitir 10 Things i hate about you og í seinna skiptið tók það mig hvorki meira né minna en 7 og hálfan klukkutíma. Ástæðan fyrir þessum gígantíska tíma í seinna skiptið er sú að við vorum að endurskrifa handritið á Íslensku og þurftum að pása og spila myndina alveg í gegn og endurskrifa alla brandarana ásamt því að bæta inn einhverjum frumsömdum plotttvistum. Ég nenni ekki að útskýra hvers vegna við vorum að þessu og leyfi lesandanum bara að njóta vafans. Það fyrsta sem ég hef að segja er að Ben Húr á ekki skít í þessa mynd hvað varðar statista og leikarafjölda. Það eru án gríns svona 12 atriði í myndinni þar sem fleiri hundruð manns koma fyrir í einu. En hverju sem því líður þá var þessi mynd mun betri en ég hélt fyrst. Hún er gerð lauslega eftir leikriti Shakespeare's "Snegla tamin" og er því ekki algert prump. Sorglegt er að sjá hvernig svona táningamyndir eru á hverfanda hveli og myndir um gáfaða ljósku lögfræðinga eða chihuahua hund í Beverly Hills tröllríða öllu. Táninga myndir voru klárlega á sínu blómaskeiði á árunum 1994-1999 og hefur þeim síðar farið versnandi. Í aðalhlutverkum eru Julia Stiles, Heath Ledger ásamt mörgum öðrum leikurum sem "meikuðu" það ekki. Þó að þetta sé táningadrama af bestu sort þá sýna Heath Ledger og Julia Stiles samt sem áður að þau eru frábærir leikarar. Söguþráðurinn er frekar basic. Strákur byrjar í skóla, sér stelpu drauma sinna en honum er tjáð að hún megi ekki hitta stráka fyrr en skassið systir hennar fer að hitta stráka. Strákur reynir að finna einhvern til þess að byrja með skassinu svo hann geti byrjað með stúlkunni sinni. Karakterarnir í þessari mynd eru mjög skemmtilegir og má þá helst nefna skólastýruna, pabbann, kennarann og svala gaurinn Joey Donner sem var meistari myndarinnar, pottþétt. Leikstjórinn Gil Junger er þekktur fyrir álíka myndir eins og hin ágæta en samt ekki eins góða Black Knight þar sem Martin Lawrence fór með aðalhlutverk og kenndi yfirstétt Englands hins forna að get jiggy with it.
Já þessi mynd er ekki algjör tímasóun og allt í lagi að detta í hana í rólegheitum á einmanalegu laugardagskvöldi þegar allur heimurinn er búinn að beila á þér og þú ert búinn með sleipiefnið.
Ekki Uwe Boll, en ég meina...
já ég veit að ég lofaði að gera blogg um Uwe Boll og stórvirki hans eeen þess í stað hef ég ákveðið að blogga um John Carpenter’s The Thing sem er ein af uppáhaldsmyndunum mínum, pottþétt inni á topp 10. Hugmyndin er geðveik enda er þetta endurgerð af The Thing from Another World sem fjallaði um Hóp vísindamanna á Norðurheimsskautinu sem finna grafið geimskip og uppgötva að í því er frosinn flugmaður. Allt fer síðan fjandans til þegar þeir fara með hann á rannsóknarstöðina og hann þiðnar. Þessari mynd var leikstýrt af Christian Niby árið 1951.
Snillingurinn John Carpenter ákvað að gera eftirgerð af þessari kvikmynd en ákvað að breyta söguþræðinum smávægilega. Myndin byrjar á ótrúlega flottu skoti af sleðahundi sem er að hlaupa. eftir smástund kemur í ljós að hann er að flýja undan þyrlu og í þyrlunni er einhver spaði með klikkuð sólgleraugu að skjóta á hundinn. Hundurinn hleypur inn í búðir Bandaríkjamannana. Þyrlan lendir og spaðinn heldur áfram að skjóta á hundinn en Bandaríkjamennirnir fíla það ekki og reyna að róa hann niður en spaðinn talar bara norsku (enda frá norskri rannsóknarstöð). Spaðinn er algerlega ákveðinn á því að hundurinn verði að deyja og tekur tappa úr handsprengju og ætlar að sprengja hundinn. Spaðinn hittir ekki og sprengjan springur nálægt þyrlunni og bæði spaðinn og flugmaðurinn deyja. Bandaríkjamennirnir eru gáttaðir á þrjósku norska spaðans og vilja hans til að drepa hundinn en þeir ákveða bara að hann hafi verið veill á geði. Þeir taka hundinn til sín og setja hann í hundabúrið. Næsta dag ákveða Bandaríkjamennirnir að gá að búðum Norðmannanna. Þegar þeir loksins koma þangað sjá þeir að þær eru allar brenndar til ösku. Spaðinn og þyrluflugmaðurinn voru þá síðustu eftirlifandi Norðmennirnir. Sumir N.mennirnir voru búnir að fremja sjálfsmorð og aðrir höfðu dáið af einhverjum mjög skrýtnum ástæðum. Bandaríkjamennirnir finna síðan mjög illa leikið lík, eða eiginlega bara stökkbreytt og eru orðlausir yfir útliti þess. Síðar um kvöldið fer allt í háaloft þegar hundurinn sem þeir tóku að sér breytist í eitthvað tentacle-monster-dog-thing í einu af svalari atriðum sem ég hef séð á ævinni. Smám saman fer þá að gruna að ekki er allt með felldu (kannski var það tentacle-monster-dog-thing sem gaf þeim vísbendingu) og loks finna þeir það sem Norðmennirnir voru að grafa eftir, RISASTÓRT GEIMSKIP og þegar ég segi risastórt þá meina ég risastórt. Eftir þennan merka fund uppgötva þeir að þetta í hundinum var án efa það sem var í geimskipinu og seinna meir komast þeir að því að þessi geimvera getur tekið á sig form þess sem hún drepur, og ef sérhver hluti hennar er lífvera, sbr. ef þú skerð hausinn af manni sem er í raun geimveran þá vex höfðinu fætur og það reynir að komast á brott. Það er einmitt eitt atriði í þessari mynd sem ég á eftir að muna eftir að eilífu. það er atriðið þar sem R.J. MacReady er að gá hver sé geimveran og tekur blóðsýni úr öllum og gáir að því hvernig það bregst við þegar heitum koparteini er dýft í það. Venjulegt blóð bara brennur en geimverublóðið sýnir viðbragð og reynir að bjarga sér, sjiiitt hvað þetta var geðveikt atriði. Tæknibrellurnar í þessari mynd voru tímamóta, annað verður ekki sagt.
Aðalhlutverk eru allnokkur en maður kynnist karakterunum svo vel því þeir eru svo einangraðir frá umheiminum. R.J. MacReady er leikinn yndislega af honum Kurt Russel (sem er einn svalasti mannskratti sem hefur stigið fæti á þessa jörð). svo eru um ellefu manns í viðbót sem saman eru rannsóknarteymið þarna á Norðurskautinu. Já svo leikur hinn eitursvali Keith David með sína mögnuðu rödd Childs sem er einn rannsóknarmannanna. Kurt Russel hefur einmitt leikið í mjög mörgum John Carpenter myndum og hefur samstarf þeirra tveggja oftar en ekki verið mjög farsælt.
Leikstjórnin í þessari mynd er einstök, enda er John Carpenter að leikstýra henni. Ég veit ekki hvernig hann gerir það en grúvið í þessari mynd og fílingurinn er svo magnaður einmitt útaf því hversu svakalega vel leikararnir gera þetta, svo er það líka söguþráðurinn sem bindur þetta allt saman svakalega fallega saman með rauðri slaufu.
Tónlistin í þessari mynd er geeðveiik, kannski smá 80’s synthdeath en sjitt hvað hún fangar augnablikin fullkomlega. Sá sem samdi tónlistina í þessa mynd er heldur enginn annar en Ennio Morri
cone, hann hefur ekki einu sinni, ekki tvisvar, þrisvar, fjórum sinnum heldur FOKKING FIMM SINNUM VERIÐ TILNEFNDUR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA og svo fékk hann heiðursóskar fyrir framlag sitt til kvikmyndalistarinnar. Ennio hefur unnið með mörgum frægum leikstjórum og til dæmis má nefna Sergio Leone, og samdi Ennio tónlistina fyrir fjöldamargar kvikmyndir sem hann gerði, eins og t.d. The Good, The Bad and The Ugly. J
ohn hefur verið þekktur fyrir að gera tónlistina fyrir sínar eigin kvikmyndir sjálfur en hann ákvað að leyfa Ennio að spreyta sig á þessari, sem kom líka svona rugl vel út.
John Carpenter er alveg ótrúlega fjölhæfur náungi. Hann gerir tónlistina fyrir flestar kvikmyndir sem hann gerir, hann klippir þær, tekur þær upp (stundum) og síðast en ekki síst leikstýrir hann þeim. Hann er svolítið eins og Stanley Kubrick.
Kvikmyndatakan í þessari mynd er skemmtileg og nær mjög vel að gefa til kynna þær þröngu aðstæður sem rannsóknarliðið býr við og hversu hættulegt það er þegar geimveran leikur lausum hala í b
úðunum. líka sést það ótrúlega vel hversu mikið hlutverk kuldinn spilar og hversu dauður maður er ef maður týnist einhversstaðar úti. Klippingin er stórgóð og skemmtileg.
The Thing er ótrúlega góð mynd sem fékk ekki nærri því eins mikið lof og hún hefði átt að fá og eins er John Carpenter ótrúlega vanmetinn leikstjóri og þó svo að hann hafi gert meistaraverk á borð við Escape From New York, Big Trouble in Little China, The Thing og miklu miklu fleiri, þá er hans oft bara minnst sem einhvers B-mynda leikstjóra með fáránlegar hugmyndir og yngri kynslóðir muna kannski bara eftir honum (kannski ekki) sem gaurnum sem gerði Ghosts of Mars (úff).
Það er virkilega leiðinlegt að leikstórar eins og John Carpenter séu að deyja út, leikstjórar sem gera eitthvað sem þeim finnst töff, gaman og elska. Alien vs. Predator: Requiem kemur í staðinn fyrir The Thing og Agent Cody Banks kemur í staðinn fyrir Esape from New York. Þetta er hryllileg þróun en hún virðist vera að tröllríða öllu, vinsælasta myndin vestanhafs í þessum töluðu orðum er Beverly Hills Chiuahua (ég hef ekki hugmynd um hvernig maður skrifar Chiuahua enda er ég ekki kengsamkynhneigður) og myndir á borð við Date Movie, Epic Movie, Scary Movie og Superhero Movie.
The Thing er kvikmynd sem ég mæli með fyrir alla sem eru allavegana orðnir eldri en 12 ára og ætti að vera skyldueign í safni hvers kvikmyndalúða ég gef myndinni hiklaust fullt hús stiga, fimm stjörnur af fimm mögulegum. Muthafucka!!!
Örblogg #1
Já ég var að horfa á ekki góða mynd sem heitir Darkness Falls, hún er mjög ekki góð. Sagan er frábærlega sögð og hef ég ekki séð svona góða aðlögun frá þjóðsögu í kvikmynd. Ég meina vá, hverjum dytti í hug að tannálfurinn væri vondur. Svo hefur þessi mynd líka besta tagline í heimi "An eye for an eye, your life for a tooth" hver tekur svona drasl alvarlega. Kvikmyndatakan var ekkert góð og klippingin týpísk fyrir hryllingsmynd, bregðuatriðin öll til staðar og sömu gömlu cheap shots og í t.d nýju Omen myndinni (Sjitt hvað hún saug göndul). Tónlistin var minna en merkileg og náði ekki einu sinni að láta mann hugsa "hey, ætti ég að vera nálægt því að vera skelkaður núna?" Það fór líka virkilega í taugarnar á mér hvernig þeir notuðu lýsinguna til þess að reyna að hræða mann. Maður mátti semsagt ekki vera í myrkri því þá náði tannálfurinn til manns, svo þetta var einhverskonar vampíru tannálfur? En þetta concept var hryllilega illa notfært og hefði getað virkað svo milljón sinnum betur ef "leikstjórinn" Jonathan Liebesman hefði haft hálfan haus þegar hann gerði þessa mynd. Jonatan hefur gert gæðamyndir á borð við Texas Chainsaw massacre: The Beginning og Killing Room en til gamans gá geta að meðaleinkunn mynda hans er 4,9. Flott það En bíðið spennt eftir næsta bloggi um meistara Uwe Boll.
Wednesday, October 29, 2008
Topp fimm Will Smith myndir
Ég sá bloggið hans Haralds um topp fimm Schwartzenegger myndir sem hann hefur séð og mér fannst það frekar sniðugt svo ég hef ákveðið að
Byrjum á kynningu á manninum. Will Smith fæddist 25. september 1968 í Philadelphiu í Pennsylvaniu Bandaríkjunum. Will er annað fjögurra barna Willards C. Smiths og Carolinu Smiths. Þegar Will varð eldri fékk hann inngöngu í hinn virta Julia Reynolds Masterman Laboratory and
Árið 1989 fann Benny
Númer 5
Men in black tvílógían
Í þessum myndum leikur Will útsendara J eða eins og það er nú á enskunni “Agent J” og ásamt Tommy Lee jones og Rip Torn (sem er fokking harðasta nafn í heimi, ég meina hver heitir Rifinn Tættur?) eru útsendarar sem sjá til þess að tilvist geimvera á jörðinni sé haldið leyndri. Skemmtilegt er að sjá ýmsa viðburði sem við “héldum” að væru eitthvað ákveðið en það var þá greinilega bara eitthvað cover fyrir geimlendingu eða eitthvað því líkt. Will Smith leikur þennan jakkafataklædda útsendara á sinn einstaka hátt og hrífur áhorfandann með sér með endalausum sval-leika og “smoothness”. Og hvaða polli man ekki eftir atriðinu þegar Will skýtur úr pínubyssunni sinni og kastast eins og þrumufleygur í ófáar ruslatunnur.
Númer 4
Bad Boys Tvílógían
Hérna leikur Will lögreglumanninn Mike Lowrey sem hatar heróin, glæpamenn og ekki-fallegt kvenfólk meir en allt og hatar ekki að elska að keyra rándýra bíla og skella sér í einn eða tvo bílaeltingaleiki í leiðinni. Meistari Michael (Bay) sýnir það og sannar að hann er án efa einn af bestu leikstjórum okkar kynslóðar og á sannarlega skilið mun meira hrós fyrir verk sín en hann hefur í raun fengið. Einungis meistara eins og Michael Bay myndi detta í hug að nota bíla sem kast-vopn í bílaeltingaleik. Bad Boys eitt og þó sérstaklega tvö eru myndir sem myndu verða svona þriðjungi styttri ef ekki væri fyrir öll klikku slow motion atriðin í henni en maður getur bara ekki beðið eftir næsta svoleiðis atriði því þá fær maður að sjá fokking Will Smith gera eitthvað geðveikt hægt!
Númer 3
I Am Legend
Í þessari mynd leikur Will smith öðruvísi hlutverk en hann er vanur að leika. Hann leikur vísindamann sem er einn í heiminum en kemst síðan að því að hann er það ekki. Þessi mynd er dæmi um mynd sem trailerinn eyðilagði. Það fyrsta sem maður sá voru teaserarnir sem lofuðu geðveikt góðu, og tagline-ið lofaði mjög góði ”The last man on earth isn’t alone”, þá gat maður ekki beðið eftir að skella sér í bíó og komast að því A) Hví hann er síðasti maðurinn á jörðinni B) Hver er með honum C) Hvað gerðist, og D) Horfa á fokking Will smith leika vísindamann. En Trailerinn sýndi manni allt þetta og meira til, gaf meir að segja upp nokkur ”bregðu-atriði”, sem ég er reyndar ekkert sérstaklega hrifinn af en SAMT! Will Smith á stjörnuleik í þessari mynd og er skemmtilegt að sjá hvað hann sýnir á sér margar hliðar í henni.
Númer 2
Independence Day
Independence Day er ábyggilega það eina góða sem ég man eftir við árið 1996, Já og Ólafur Ragnar Grímsson varð forseti, but thats about it. Ég meina ef þú tekur Jeff Goldblum (The fly,
Númer 1
Wild Wild West
Ohh Shiiittt, við erum að tala um svölustu Will Smith mynd allra tíma. Wild Wild West. Hérna leikur Will líka kaptein, en í þessu tilfelli heitir hann Captain James West sem er lögreglumaður sem lætur engan abbast upp á sig. Heilmikið af rasistabröndurum eru í þessari mynd en nær James West alltaf að klekkja á hvíta manninum, (því ef hann myndi ekki gera það væri þessi mynd ábyggilega ólögleg) og er eitt atriði sem er mér sérstaklega minnisstætt, þegar James West og Dr. Arliss loveless skiptast á rasista og fatlaðra bröndurum (það vantar reyndar bara á hann neðri líkamann en sömu lögmál gilda). Leikaraúrvalið er frábært. Will Smith, Kevin Klein, sem er einn af fáum leikörum sem hafa fengið óskarsverðlaun fyrir leik í gamanmynd (A Fish Called Wanda) og Salma Hayek. Handritið er ótrúlega skemmtilega skrifað og blandast þar vísindaskáldskapur inn í gömlu íhaldssömu tíma Ameríku. Tilvitnanir í þessa mynd eru endalausar, hver man ekki eftir bardagaatriðinu á risavélköngulónni þegar Will Smith er að berjast við hnífakarlinn og segir ”Alright, no more mr. knife-guy” ó mig auman hvað þessi mynd grefur allar hinar í sandinn.
Ég ætla að nota lokaorðin til þess að koma því á framfæri að Will Smith er með svalari melum á jörðinni og hann er ekkert á leiðinni að hætta því, kvikmyndin Seven Pounds er á leiðinni og fjallar hún um starfsmann (Will) hjá skattinum sem fær samviskubit og ákveður að hjálpa sjö manns að handahófi. jáh Will Smith er meistarinn
Rec
Ég fór í NEXUS um daginn og sá mynd á einum rekkanum sem hét "REC" ég ákvað að taka hana upp þar sem gagnrýnendur voru búnir að lofsyngja hana dável á "coverinu". Orð eins og "The scariest movie you'll ever see" , "A short, terrifying ride" og "HOLY FUUUCKKK!!!!" voru látin fljúga. Aftan á myndinni var lýsing á trailer sem ég hafði séð í bíó einni viku áður. trailer fyrir mynd sem heitir einmitt Quarantine. Ég varð smá undrandi þar sem sú mynd er á leiðinni í bíó eftir nokkra daga. Ég spurði einn Úber-1337 NEXUS-nölla hvort hann vissi eitthvað um þessa mynd. Hann sagðist ekki vita neitt nema að þessi mynd væri ársgömul og spænsk.
Þá hugsaði tjéddlinn sér gott til glóðarinnar, var hann búinn að rekast á Spænska hryllingsmynd sem var fyrirrennari Quarantine? Svarið er fokking JÁ!! Myndin er mjög einföld og söguþráðurinn ekki mjög flókinn þar sem maður veit alveg jafnmikið og aðalsöguhetjurnar, sem er einmitt mjög lítið. Söguþráðurinn fjallar í grunnatriðum um fréttakonu sem er að gera heimildarmynd sem heitir ”Á meðan þú sefur” og fjallar um allskonar næturvinnandi fólk, að þessu sinni fjallar hún um slökkviliðsmenn. Hún vonar innilega að það verði gert útkall svo hún fái að fara með slökkviliðinu og sjá þá að störfum. útkallið kemur og það er vegna öskurs sem heyrðist úr íbúð ellilífeyrisþega. Þegar þau koma þá eru íbúar blokkaríbúðarinnar niðri í lobbíinu og eru áhyggjufulli. Slökkviliðið, myndavélamaðurinn og fréttakonan koma inn í íbúð gömlu konunnar og þá stendur hún alblóðug og eitthvað skrýtin. slökkviliðið reynir að tala við hana en hún ræðst á einn í liðinu. Honum er komið aftur niður í lobbý en þá er búið að læsa þau inni í húsi og þau vita ekkert af hverju þau hafa verið læst inni í þessu húsi. Eftir smástund fara þau að komast að því að þessi gamla kelling var sýkt af einhverjum sjúkdómi sem gerir fólk virkilega árásarhneigt og sýkist í gegnum munnvatn. (Sama sagan og í 28 days later). Svo fer rússíbanaferðin af stað.
Myndatakan er svakalega spes, allavegana á þeim tíma sem þessi mynd var gerð, þ.e. áður en cloverfield kom út. Það er einungis ein myndavél sem tekur allt upp svo þetta virkar allt eins og eins konar heimildarmynd. klippingin er mjög gróf og lítur myndin út eins og óklipptur bútur af vídjói sem er bara rúllað í gegn, sem er mjög töff. Ég veit ekki hvaða fjörfiskur hefur stungið sér upp í rassgatið á spánverjum því þeir hafa dælt út meistarastykkjum á síðustu fáeinu árum, sbr. Pan’s Labirynth, el Orfanato og mun fleiri. Leikstjórarnir Jaume Balagueró og Paco Plaza eru ekki víðfrægir en hafa þó gert fáeinar kvikmyndir. Jaume gerði mynd árið 2002 sem heitir Darkness og fékk hún ágæta dóma, þá meina ég ágæta=ekki eins og MR notar orðið. Paco gerði varúlfamynd sem heitir Romasanta og hann gerði hana 2004. Hún fékk líka svosem ágæta dóma en ekkert í líkingu við dómana sem REC fékk. Engin tónlist er í myndinni þar sem þetta á að líta út fyrir að vera fréttamyndband. Leikararnir eru allir ótrúlega skemmtilegir og eru karakterarnir þeirra virkilega áhugaverðir. Við höfum sextuga playerinn sem er alltaf að hösla gellís, við höfum kínverska parið sem kann enga spænsku (sbr. lost) og svo erum við náttúrulega með gömlu hjónin. Ekki miklum tíma er eytt í að kynnast öllum karakterum en fréttakonan tekur viðtal við fáeina.
Þessi mynd er vel þess virði að sjá bara til þess að sjá endann á henni, hann er...já.. hann er góður. Ég gef þessari mynd 4 stjörnur af 5 :-)
Tuesday, October 21, 2008
Journey to the Center of the Earth: 3D
Já égget ekki eytt mörgum orðum í þessa mynd,(þó svo að ég muni líklega gera það) þar sem mjög fá orð fá henni lýst.
Myndin fjallar um Dr. Trevor Andersson (Fraser) sem er prófessor við ónefndan háskóla í Bandaríkjunum. Jarðfræði er hans "forte" og er hann virtur á því sviði. Nema hvað að hann hefur ekki gert merka uppgötvun í áraraðir eða síðan bróðir hans týndist á íslenska hálendinu. Þeir bræður voru að gera jarðfræðitilraunir með skjálftamælum og virkni þeirra var takmörkuð. Allt í einu rýkur virkni þeirra uppúr öllu valdi og Trevor ákveður að fara til Íslands, en hann þarf að taka systurson sinn með því það er "frændahelgi". Á Íslandi hittir hann hina íðilfögru Hönnu Ásgeirsson (dóttur) og þau fara saman að reyna að finna þessa skjálftamæla. Þegar loksins þau finna þá, þá hefst ævintýrið. Kvikmyndatakan var mögnuð, og var það eiginlega meira hún sem heillaði heldur en 3D upplifunin. Myndin gæti vel hafa bara sleppt því "gimmick-i". Tónlistin er frábær og fangar algerlega þetta "neðan-jarðar, inni í jökli" andrúmsloft. Klippingin er í hæsta gæðaflokki og er hreint ótrúlegt hvernig atriðin líða framhjá manni nánast eins og vatn. Leikstjórnin er frábær og hefur hann Eric Brevig alveg hreint magnað taumhald á hæfileikum leikaranna og framkallar það besta í hverjum og einum, Eric hefur tvívegis verið tilnefndur til óskarsverðlauna og sést það bersýnilega á leikstjórnarhæfileikum hans. "Chemestry-ið" sem Anita Briem og Brendan Fraser hafa er alveg frábært. Maður veit aldrei hvort hún er gagntekin af honum eða ekki og hvað hann varðar þá er hann algerlega lokuð bók í myndinni, sem er frábært og leyfir áhorfandanum virkilega að gera sér eigin skoðanir varðandi persónuleika hans.
Sean (leikinn af Josh Hutcherson) er líka virkilega góður og ég myndi segja að þetta sé langt um besta mynd sem hann hefur tekið þátt í. Þó svo að RV (2006) með Robin Williams hafi verið frábær þá tekur þessi gullið. Brendan Fraser hafði um nokkurt skeið verið í einhverskonar "Vondu-myndalægð" en náði hann sér á strik í skamman tíma með kvikmyndinni "Looney Toons: Back in Action" en féll síðan frekar langt. Nú hefur hann aldeilis átt magnþrungið kommbakk þar sem tvær betri myndir ársins innihalda hann báðar. Þá er ég að tala um "Mummy 3: Tomb of the Dragon Emperor" og "Journey to The Center of the Earth". Nú ætla ég að vitna í Gerald Humdingbat:
"Dark, complex and unforgettable, The Journey To The Center Of The Earth 3D succeeds not just as an entertaining novel/film, but as a richly thrilling adventure." Það eru allir á því að TJTTCOE3D sé ein besta mynd sem komið hefur út í ár og kom hún ófáum skemmtilega á óvart, þar á meðal mér þar sem ég bjóst bara við einhverri meðalslæmri barnamynd.
Ég gef myndinni 4 og hálfa stjörnu af fimm mögulegum.
Tuesday, September 30, 2008
Meng long guo jiang
Meng long guo jiang er mynd með Bruce Lee sem er 26 ára gömul. Ég keypti hana fyrir einu misseri síðan og hef ekki getað horft á hana vegna þess að ég einfaldlega týndi henni um leið og ég kom heim með hana. Myndin heitir á ensku The Return of the dragon og er ein af minna þekktum myndum Bruce Lee en er alveg hreint furðugóð. Myndin fjallar um Tang Lung sem er sendur af frænda sínum til þess að vernda veitingastað vinar síns frá árásum bíræfinna glæpamanna. Aðstoðarmaður höfuðpaursins heitir Ho og er furðulegasta persóna sem ég hef séð í svona gamalli mynd til þessa. Ho er nefnilega alveg kengsamkynhneigður mafíuskósveinn. Slíkur karakter er frekar sérstakur í 26 ára gamalli kung fu mynd.
Aðalleikarar eru Bruce Lee, vin frænda Bruce, sem heitir "Uncle Wang" leikur Chung Hsin Huang og vonda mafíustjórann eMeng long guo jiang er mynd með Bruce Lee sem er 26 ára gömul. Ég keypti hana fyrir einu misseri síðan og hef ekki getað horft á hana vegna þess að ég einfaldlega týndi henni um leið og ég kom heim með hana. Myndin heitir á ensku The Return of the dragon og er ein af minna þekktum myndum Bruce Lee en er alveg hreint furðugóð. Myndin fjallar um Tang Lung sem er sendur af frænda sínum til þess að vernda veitingastað vinar síns frá árásum bíræfinna glæpamanna. Aðstoðarmaður höfuðpaursins heitir Ho og er furðulegasta persóna sem ég hef séð í svona gamalli mynd til þessa. Ho er nefnilega alveg kengsamkynhneigður mafíuskósveinn. Slíkur karakter er frekar sérstakur í 26 ára gamalli kung fu mynd.
Aðalleikarar eru Bruce Lee, vin frænda Bruce, sem heitir "Uncle Wang" leikur Chung Hsin Huang og vonda mafíustjórann er Robert Wall. Þegar hann (Robert Wall) kemst að því að Tang Lung er ofjarl hans ákveður hann að ráða Karate-meistarann Colt, sem er leikinn svo meistaralega af Chuck Norris, til þess að ráða Tang Lung af dögum. Eins og glöggir menn gætu giskað á þá rústar Bruce Lee Chuck Norris. Kvikmyndir í dag láta andstæðinga vera allt of jafna, það er ekkert gaman að horfa á bardaga þar sem báðir aðilar eru jafnsterkir, það tekur heila eilífð að horfa á þannig slag. Ef einn aðilinn er suddalega mikið sterkari en hinn og betri í bardagaíþróttum en hinn þá er mun skemmtilegra að horfa á slaginn og refsinguna á honum.
Myndatakan er æðisleg, öll einkenni seventís kúng fú mynda sjást bersýnilega, fáránlega zúmmið, ekkert dolly, svo að ef myndavélin er að hreyfast til hliðar þá hristist myndavélin eins og ég veit ekki hvað. Hljóðin og taktarnir í Bruce eru óviðjafnanlegir, öskrandi í falsettu og lemjandi fólk eins og enginn sé morgundagurinn.
Þessi mynd er algjör snilld og enginn ætti að láta hana fram hjá sér fara og algjör skyldueign fyrir kung fu mynda fanatic-inn og á erindi inn á heimili allra sem eitthvað vit hafa í kollinum. Ég gef þessari mynd tvímælalaust 4 stjörnur af fimm.
300
300
Þegar ég kom út af þessari mynd var ég fullvissaður um að þetta væri besta mynd sem ég hafði séð á allri ævinni minni. Þegar ég sá hana aftur þá dvínaði þessi „besta mynd í heimi“ ljómi og eftir þriðja áhorf var ég alveg viss um að þetta væri ekki besta mynd sem ég hafði séð. Þó svo að ég hafi aldrei séð jafnmarga, helköttaða og tanaða massaköggla, berjast upp á líf og dauða á ævinni þá vantar smá meira uppá til þess að þessi mynd setjist á bekk með myndum eins og Shawshank Redemption eða schindlers list. ó svo að ljóminn hafi dvínað þá er þessi mynd ábyggilega ein skemmtilegasta mynd til almenns áhorfs (fyrir stráka) sem ég hef séð, ásamt Transformers eftir meistara Michael Bay og Shoot‘em up þar á eftir.
Myndin fjallar um ást, svik, stríð og að vera eins töff og þú getur á meðan þú ert að fara að deyja eða ert dáinn. Ansi léttúðlega er farið með sögulegar heimildir og er ég ansi viss um að Xerxes konungur hafi ekki haft elítu her lifandi dauðra uppvakninga með sorfnar tennur á sínum snærum. Söguþráðurinn er engu að síður mjög einfaldur, Xerxes konungur er með alveg allsvakalegt mikilmennskubrjálæði og vill láta kalla sig Guðakonung og vill eiga alla jörðina en eina ríkið sem sýnir Xerxesi og Persum mótþróa eru Spartverjar, (a.k.a. Team Awesome). Öll myndin gengur út á þessa deilu og eru svakalegustu bardagaatriði sem ég hef séð í þessari mynd, þá sérstaklega atriðið þegar fyrsta vörn Spartverja hófst og þeir hlupu út í Persneska múginn og drepa allt sem þeir sjá. Myndavélin er á dolly (rennivagni) og rennur alveg heillanga leið og ekkert er klippt og öll senan er tekin í einu svo allt þurfti að heppnast.
Leónídas konungur er leikinn af Gerard Butler og Xerxes Persakonungur er Rodrigo Santoro og er hann frekar töff það þetta sé fyrsta hlutverk hans í stórri kvikmynd. Búið er að lækka röddina á honum um svona 12 áttundir.
Myndin er gerð eftir aðlögun Frank millers að sögulegum atburði við Laugarskarð 480 f. kr. Leikstjórinn er Zack Snyder sem hefur ekki gert aðra eins kvikmynd, þ.e.a.s. eins stóra .
Öll myndin er tekin í green screen svo að allt „scenery“ er gert í tölvunni og það gefur leikstjóranum og Frank aukið frelsi til þess að vinna með útlit myndarinnar. Öll myndataka, útlit, hljóð, tónlist og bara allt sem augað sér er frábært, þessi mynd er alveg frekar „pleasing to the eye“.
Setningin „This is blasphemy, this is madness! Madness? ... THIS IS SPARTA “ fór eins og eldur um sinu í netheimum og urðu til ófáar gif. myndir af Leonidasi þar sem hann segir kjánalega hluti og endar á „this is sparta“.
Í endann vil ég segja öllum sem hafa ekki séð þessa mynd að skella sér til þess að kaupa eitt stykki popppoka, eitt stykki DVD 300 og eitt stykki einnota rakvél til þess að raka af sér allt skeggið sem hin gífurlega testósterónframleiðsla sem myndin orsakar lætur vaxa. myndin fær þrjár og hálfa stjörnu.
Pineapple Express
Pineapple express
Pineapple express er mynd úr smiðju stórmeistarans Judd Apatow og er sjöunda og án efa besta mynd úr smiðju David Gordon Green. Hann hefur gert myndir á borð við Snow Angels og Undertow (?). En víkjm okkur aftur að meistaranum Judd Apatow. Hann hefur verið viðriðinn stórar og smáar myndir og nú upp á síðkastið hefur hann og SNL (Saturday Night Live) gengið aldeilis sótt í sig veðrið með myndum á borð við 40 Year Old Virgin, Forgetting Sarah Marshall, Knocked Up, Superbad og Pinapple Express. Þetta er bara toppurinn af ísjakanum þar sem Judd hefur líka tekið þátt í handritsstörfum í mörgum þáttum, þar ber helst að nefna Freaks and Geeks þar sem jason segel, aðalleikari og leikstjóri Forgetting sarah marshall, fer með frekar stórt hlutverk.
Aðalleikarar Pineapple Express eru Seth Rogen og James Franco. fjallar um ungan mann, Dale Denton, (Rogen) sem finnst ekkert betra en að rúlla sér upp einni feitri og kveikj’íenni. Hans aðalvandamál er hversu óheppilega erfitt það er að útvega það og hversu “vinalegir” dópsalarnir verða. Einn daginn ákveður Dale að kaupa sér gras og þá stingur dópsalinn hans, Saul (Franco) að selja honum sérstaka tegund af grasi sem heitir “Pineapple express” . Dale kaupir þennan gæða skúnk af Saul og þá byrjar rússíbanaferðin.
Hlutinn fyrir hlé var aðallega kynning á persónum og tók sá hluti frekar langan tíma en ótrúlega gaman er að sjá hversu góðir í spuna allir leikararnir eru. Seth Rogen semur handritið svo hann veit manna best hvernig á að fara. Flest tal atriðin voru alveg 3sar sinnum lengri en í flestum öðrum gamanmyndum, þar sem sem flestum pun-um á að koma inn í sem styst samtal, en í Pineapple express er gert út á löng fáránleg samtöl.
Síðari hlutinn... vááá, síðari hlutinn er mesta steypa sem ég hef á ævi minni orðið vitni að. Gífurlegt ultra-violence í bland við ótrúlega fyndin samtöl og útúrsúrruð stunt-atriði. Lokasamtalið og lokaatriðið í myndinni, á kaffihúsinu, er í heild algjör snilld, maður býst eftir að sjá þennan týpíska happy ever after endi og kærastan hans Dale myndi byrja aftur með honum, en í staðinn sér maður bara þessa þrjá vini, Dale, Saul og Red keyra burt og tala um hversu gaman það verður að reykja næstu jónu.
Myndatakan og lúkkið á filmunni var svakalega 70’s einhvern veginn og fötin öll í þeim stíl líka og heppnaðist sú hugmynd frekar vel. Leikstjórnin var mjög góð, allir leikararnir þekkjast og leikstjórinn sömuleiðis svo maður tekur virkilega eftir því hversu flæðandi myndin var vegna þess.
Ég gef myndinni þrjár og hálfa stjörnu.