Sunday, November 2, 2008
The Incredible Hulk
Ég fór á The Incredible Hulk í bíó fyrir nokkru og ákvað að blogga um hana í dag, annan nóvember. Myndin er eins konar framhald af síðustu Hulk mynd sem var gerð af leikstjóranum Ang Lee og fékk vægast sagt slæma dóma þrátt fyrir að hafa átt ágæta kafla. Eric Bana (The Passion of The Christ) lék þar Beljakann ógurlega en í nýju myndinni leikur snillingurinn Edward Norton (American history X, Fight Club) Beljakann. The Incredible Hulk er eins og ég sagði eins konar framhald af fyrri myndinni en allir hlutirnir ganga ekki alveg upp ,en vel flestir. Bruce Banner flúði til Suður-Ameríku í fyrri myndinni og í þessari er hann þar ennþá. Hann er í sambandi við mann sem kallar sig Mr. Blue og hyggst finna lækningu á Beljakanum. Fleiri Stjörnuleikarar taka þátt í þessari mynd og ber þar helst að nefna Liv Tyler (Lord of The Rings Trílógían), Tim Roth (Reservoir Dogs) og William Hurt (Into The Wild, History of Violence, The Good Shepard, Syriana og margar fleiri.).
Leikstjórinn Lois Leterrier hefur ekki leikstýrt mörgum og er þetta þriðja myndin sem hann hefur gert. Fyrsta myndin var Danny the Dog með Jet Lee og mynd númer tvö var Transporter 2 með Jason Statham og er í sjálfu sér alveg magnað hvað rosalega margir gæðaleikarar treysta honum fyrir því sem hann er að gera. Myndatakan í þessari mynd er geðveik, þess til sönnunar þá er eltingaleikurinn í Suður-Ameríska Shanty-town-inu einn sá mest spennandi sem ég hef séð og er alveg ótrúlega flott að sjá hvernig leikstjórinn notar til dæmis myndavélakranann. Klippingin er í hæsta
gæðaflokki líka og er umgjörðin um þessa mynd alveg hreint til fyrirmyndar. Eitt atriði í kvikmyndinni fór þó verululega mikið í taugarnar á mér *SPOILER* þegar Beljakinn er búinn að sigra óvininn og Liv Tyler er föst inni í brennandi þyrlunni, sem er alveg að fara að springa vegna olíunnar sem er að leka á fullu, þá tekur Beljakinn upp á því að klappa geðveikt fast í átt að þyrlunni. Ok að klappa…. Það er virkilega lélegt múv, það hefði verið svo mikið betra að láta hann bara blása á helvítis þyrluna, já eða bara hlaupa að þyrlunni, taka Liv útúr henni og láta sprenginguna springa á sig og taka þar með höggið og hitann. En ég er ekki
leikstjórinn svo þetta verður bara að vera svona.
The Incredible Hulk er, myndi ég segja, eina af fyrstu myndunum af þessum virkilega góðu og vel gerðu ofurhetjumyndum þrátt fyrir gallana sína. En ofurhetjumyndir á borð við Iron Man og Batman: The Dark Knight eru það sem koma skal og var það án nokkurs vafa Batman Begins sem sýndi fram á það hvers megnugt ofurhetju conceptið var, svo gleymdist það í smástund þegar Spiderman reið öllu í drasl en svo hófst þetta upp á nýtt þegar The Incredible Hulk kom út. Ég er að sjálfssögðu ekki að segja að Christopher Nolan hafi bara fengið uppljómun þegar hann sá þessa mynd og ákveðið að gera Dark Knight, hann var auðvitað byrjaður á henni langt á undan, en “góðu-mynda-aldan” byrjaði á Hulk, vil ég meina. The Incredible Hulk er alveg hreint fínasta mynd og hef ég ákveðið að gefa henni þrjár og hálfa stjörnu og er þetta alveg solid 3 ½ stjörnu mynd. Muthafucka!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment