Tuesday, September 30, 2008

Meng long guo jiang


Meng long guo jiang er mynd með Bruce Lee sem er 26 ára gömul. Ég keypti hana fyrir einu misseri síðan og hef ekki getað horft á hana vegna þess að ég einfaldlega týndi henni um leið og ég kom heim með hana. Myndin heitir á ensku The Return of the dragon og er ein af minna þekktum myndum Bruce Lee en er alveg hreint furðugóð. Myndin fjallar um Tang Lung sem er sendur af frænda sínum til þess að vernda veitingastað vinar síns frá árásum bíræfinna glæpamanna. Aðstoðarmaður höfuðpaursins heitir Ho og er furðulegasta persóna sem ég hef séð í svona gamalli mynd til þessa. Ho er nefnilega alveg kengsamkynhneigður mafíuskósveinn. Slíkur karakter er frekar sérstakur í 26 ára gamalli kung fu mynd.

Aðalleikarar eru Bruce Lee, vin frænda Bruce, sem heitir "Uncle Wang" leikur Chung Hsin Huang og vonda mafíustjórann eMeng long guo jiang er mynd með Bruce Lee sem er 26 ára gömul. Ég keypti hana fyrir einu misseri síðan og hef ekki getað horft á hana vegna þess að ég einfaldlega týndi henni um leið og ég kom heim með hana. Myndin heitir á ensku The Return of the dragon og er ein af minna þekktum myndum Bruce Lee en er alveg hreint furðugóð. Myndin fjallar um Tang Lung sem er sendur af frænda sínum til þess að vernda veitingastað vinar síns frá árásum bíræfinna glæpamanna. Aðstoðarmaður höfuðpaursins heitir Ho og er furðulegasta persóna sem ég hef séð í svona gamalli mynd til þessa. Ho er nefnilega alveg kengsamkynhneigður mafíuskósveinn. Slíkur karakter er frekar sérstakur í 26 ára gamalli kung fu mynd.

Aðalleikarar eru Bruce Lee, vin frænda Bruce, sem heitir "Uncle Wang" leikur Chung Hsin Huang og vonda mafíustjórann er Robert Wall. Þegar hann (Robert Wall) kemst að því að Tang Lung er ofjarl hans ákveður hann að ráða Karate-meistarann Colt, sem er leikinn svo meistaralega af Chuck Norris, til þess að ráða Tang Lung af dögum. Eins og glöggir menn gætu giskað á þá rústar Bruce Lee Chuck Norris. Kvikmyndir í dag láta andstæðinga vera allt of jafna, það er ekkert gaman að horfa á bardaga þar sem báðir aðilar eru jafnsterkir, það tekur heila eilífð að horfa á þannig slag. Ef einn aðilinn er suddalega mikið sterkari en hinn og betri í bardagaíþróttum en hinn þá er mun skemmtilegra að horfa á slaginn og refsinguna á honum.

Myndatakan er æðisleg, öll einkenni seventís kúng fú mynda sjást bersýnilega, fáránlega zúmmið, ekkert dolly, svo að ef myndavélin er að hreyfast til hliðar þá hristist myndavélin eins og ég veit ekki hvað. Hljóðin og taktarnir í Bruce eru óviðjafnanlegir, öskrandi í falsettu og lemjandi fólk eins og enginn sé morgundagurinn.

Þessi mynd er algjör snilld og enginn ætti að láta hana fram hjá sér fara og algjör skyldueign fyrir kung fu mynda fanatic-inn og á erindi inn á heimili allra sem eitthvað vit hafa í kollinum. Ég gef þessari mynd tvímælalaust 4 stjörnur af fimm.


300

300

Þegar ég kom út af þessari mynd var ég fullvissaður um að þetta væri besta mynd sem ég hafði séð á allri ævinni minni. Þegar ég sá hana aftur þá dvínaði þessi „besta mynd í heimi“ ljómi og eftir þriðja áhorf var ég alveg viss um að þetta væri ekki besta mynd sem ég hafði séð. Þó svo að ég hafi aldrei séð jafnmarga, helköttaða og tanaða massaköggla, berjast upp á líf og dauða á ævinni þá vantar smá meira uppá til þess að þessi mynd setjist á bekk með myndum eins og Shawshank Redemption eða schindlers list. ó svo að ljóminn hafi dvínað þá er þessi mynd ábyggilega ein skemmtilegasta mynd til almenns áhorfs (fyrir stráka) sem ég hef séð, ásamt Transformers eftir meistara Michael Bay og Shoot‘em up þar á eftir.

Myndin fjallar um ást, svik, stríð og að vera eins töff og þú getur á meðan þú ert að fara að deyja eða ert dáinn. Ansi léttúðlega er farið með sögulegar heimildir og er ég ansi viss um að Xerxes konungur hafi ekki haft elítu her lifandi dauðra uppvakninga með sorfnar tennur á sínum snærum. Söguþráðurinn er engu að síður mjög einfaldur, Xerxes konungur er með alveg allsvakalegt mikilmennskubrjálæði og vill láta kalla sig Guðakonung og vill eiga alla jörðina en eina ríkið sem sýnir Xerxesi og Persum mótþróa eru Spartverjar, (a.k.a. Team Awesome). Öll myndin gengur út á þessa deilu og eru svakalegustu bardagaatriði sem ég hef séð í þessari mynd, þá sérstaklega atriðið þegar fyrsta vörn Spartverja hófst og þeir hlupu út í Persneska múginn og drepa allt sem þeir sjá. Myndavélin er á dolly (rennivagni) og rennur alveg heillanga leið og ekkert er klippt og öll senan er tekin í einu svo allt þurfti að heppnast.

Leónídas konungur er leikinn af Gerard Butler og Xerxes Persakonungur er Rodrigo Santoro og er hann frekar töff það þetta sé fyrsta hlutverk hans í stórri kvikmynd. Búið er að lækka röddina á honum um svona 12 áttundir.

Myndin er gerð eftir aðlögun Frank millers að sögulegum atburði við Laugarskarð 480 f. kr. Leikstjórinn er Zack Snyder sem hefur ekki gert aðra eins kvikmynd, þ.e.a.s. eins stóra .

Öll myndin er tekin í green screen svo að allt „scenery“ er gert í tölvunni og það gefur leikstjóranum og Frank aukið frelsi til þess að vinna með útlit myndarinnar. Öll myndataka, útlit, hljóð, tónlist og bara allt sem augað sér er frábært, þessi mynd er alveg frekar „pleasing to the eye“.

Setningin „This is blasphemy, this is madness! Madness? ... THIS IS SPARTA “ fór eins og eldur um sinu í netheimum og urðu til ófáar gif. myndir af Leonidasi þar sem hann segir kjánalega hluti og endar á „this is sparta“.

Í endann vil ég segja öllum sem hafa ekki séð þessa mynd að skella sér til þess að kaupa eitt stykki popppoka, eitt stykki DVD 300 og eitt stykki einnota rakvél til þess að raka af sér allt skeggið sem hin gífurlega testósterónframleiðsla sem myndin orsakar lætur vaxa. myndin fær þrjár og hálfa stjörnu.

Pineapple Express

Pineapple express

Pineapple express er mynd úr smiðju stórmeistarans Judd Apatow og er sjöunda og án efa besta mynd úr smiðju David Gordon Green. Hann hefur gert myndir á borð við Snow Angels og Undertow (?). En víkjm okkur aftur að meistaranum Judd Apatow. Hann hefur verið viðriðinn stórar og smáar myndir og nú upp á síðkastið hefur hann og SNL (Saturday Night Live) gengið aldeilis sótt í sig veðrið með myndum á borð við 40 Year Old Virgin, Forgetting Sarah Marshall, Knocked Up, Superbad og Pinapple Express. Þetta er bara toppurinn af ísjakanum þar sem Judd hefur líka tekið þátt í handritsstörfum í mörgum þáttum, þar ber helst að nefna Freaks and Geeks þar sem jason segel, aðalleikari og leikstjóri Forgetting sarah marshall, fer með frekar stórt hlutverk.


Aðalleikarar Pineapple Express eru Seth Rogen og James Franco. fjallar um ungan mann, Dale Denton, (Rogen) sem finnst ekkert betra en að rúlla sér upp einni feitri og kveikj’íenni. Hans aðalvandamál er hversu óheppilega erfitt það er að útvega það og hversu “vinalegir” dópsalarnir verða. Einn daginn ákveður Dale að kaupa sér gras og þá stingur dópsalinn hans, Saul (Franco) að selja honum sérstaka tegund af grasi sem heitir “Pineapple express” . Dale kaupir þennan gæða skúnk af Saul og þá byrjar rússíbanaferðin.

Hlutinn fyrir hlé var aðallega kynning á persónum og tók sá hluti frekar langan tíma en ótrúlega gaman er að sjá hversu góðir í spuna allir leikararnir eru. Seth Rogen semur handritið svo hann veit manna best hvernig á að fara. Flest tal atriðin voru alveg 3sar sinnum lengri en í flestum öðrum gamanmyndum, þar sem sem flestum pun-um á að koma inn í sem styst samtal, en í Pineapple express er gert út á löng fáránleg samtöl.

Síðari hlutinn... vááá, síðari hlutinn er mesta steypa sem ég hef á ævi minni orðið vitni að. Gífurlegt ultra-violence í bland við ótrúlega fyndin samtöl og útúrsúrruð stunt-atriði. Lokasamtalið og lokaatriðið í myndinni, á kaffihúsinu, er í heild algjör snilld, maður býst eftir að sjá þennan týpíska happy ever after endi og kærastan hans Dale myndi byrja aftur með honum, en í staðinn sér maður bara þessa þrjá vini, Dale, Saul og Red keyra burt og tala um hversu gaman það verður að reykja næstu jónu.

Myndatakan og lúkkið á filmunni var svakalega 70’s einhvern veginn og fötin öll í þeim stíl líka og heppnaðist sú hugmynd frekar vel. Leikstjórnin var mjög góð, allir leikararnir þekkjast og leikstjórinn sömuleiðis svo maður tekur virkilega eftir því hversu flæðandi myndin var vegna þess.

Ég gef myndinni þrjár og hálfa stjörnu.

Monday, September 29, 2008

Goodfellas




Ég ákvað að horfa á myndina Goodfellas, sem ég hafði ekki séð, en Arnór sagði mér að horfa á hana og ákvað ég að hlusta á meistarann. Hún var gerð árið 1990 og er þessi mynd í anda Godfather myndanna. Goodfellas var tilnefnd til óskarsverðlaunana sem besta mynd og leikstjórinn Martin Scorsese var tilnefndur sem besti leikstjórinn. Myndin vann þó aðeins ein óskarsverðlaun og var það Joe Pesci sem hlaut þau fyrir leikara í aukahlutverki. Myndin er gerð eftir bók Nicholas Pileggi sem heitir „Wiseguys“.

Goodfellas sýnir mafíuheiminn í gegnum augu Henry Hill sem Ray Liotta leikur. Myndin byrjar á því að Henry Hill ásamt Tommy DeVito (Joe Pesci) og Jimmy Conway (Robert De Niro) eru að keyra þegar þeir heyra hljóð aftan úr skottinu, þeir ákveða að opna skottið og í því er blóðugur maður og Tommy drepur hann með ítrekuðum hnífstungum.

Henry Hill er sögumaður í myndinni. Þegar hann var lítill fékk hann vinnu hjá Conway við að þrífa bíla og hófst þar mafíustarfið hans. Þegar hann var búinn að þrífa bíla í einhvern tíma þá fékk hann alltaf stærri og stærri verkefni hjá mafíunni. Hann kom einn daginn heim klæddur sem mafíumaður, foreldrar hans voru ekki sátt með hann og pabbi hans lemur hann með belti og banna þau honum að koma nálægt mafíunni aftur. Þau vita að hann vinnur hjá mafíunni útaf því þau höfðu fengið bréf frá skólanum sem sagði að hann hefði ekki mætt í skólann undanfarnar vikur. Henry segir Conway þetta sem lemur póstmanninn og segir við hann að koma aldrei með bréf frá skólanum heim aftur. Henry heldur því áfram að vinna með mafíunni.

Henry kynnist konu sem heitir Karen. Þau giftast. Hann fer ekki mjög vel með hana og kemur alltaf seint heim og þess háttar. Sambandið þeirra er mjög stormasamt.

Myndin sýnir hvernig Henry Hill stækkar og stækkar með mafíunni þegar hann er farinn að vera einn af stærstu spöðunum í mafíunni. Henry Hill byrjar í fíkniefnum og löggan fer að elta hann, vegna dópsölu hans og dópnotkun hans.

Mér finnst lýsingin í myndinni mjög góð, lýsingin er mjög dökk eins og mafían sem passar. Myndin sýnir hvernig mafían starfar, dópsalan, áfengið og ofbeldið. Samtölin finnst mér í anda Quentin Tarantino, mjög útpæld og fáguð. Ofbeldi og dópsala er mjög mikil í myndinni og er oft átakanlegt að horfa á sum atriðin, útaf því Martin Scorsese fer alla leið í þeim og sýnir allt. Hann sýndi einmitt í upphafsatriðinu, allar hnífstungurnar sem mér fannst mjög erfitt að horfa á. Tónlistin er einmitt mjög góð, hún byggir svona fíling og spennu í myndinni.

Það er meira sýnt af myrku hliðunum hjá Henry Hill en einnig er sýnt góða hliðin hjá honum, sem sýnir að hann hefur tilfinningar. Fíkniefnin hafa mikil áhrif á Henry sem leiðir að lokum til þess að endar í fangelsi.

Joe Pesci átt stórleik í myndinni og nær hlutverki mafíumanns mjög vel og fékk einmitt Óskarsverðlaun fyrir. Hann er lítill en skapstór sem sést aðallega í atriði þegar lítill strákur gleymdi að koma með drykkinn hans þegar Pesci lætur hann dansa með því að skjóta úr byssu allt í kringum hann.

Myndin var mjög skemmtileg afþreying og mæli ég með henni fyrir alla sem hafa áhuga á mafíumyndum, slagsmálum eða bara kvikmyndum yfir höfuð.

Ég gef myndinni fjórar og hálfa stjörnu af fimm

Saturday, September 20, 2008

Fyrsta blogg, númer 2

Já flott, ég var búinn að blogga fullt svo ákveður djöfulsins blogspot bara að eyða blogginu mínu. Ekki sáttur.is. Vonandi ákveður þessi heimska heimasíða ekki að eyða þessu bloggi líka, því þá er þetta orðið persónulegt.