Thursday, October 30, 2008

Ekki Uwe Boll, en ég meina...








já ég veit að ég lofaði að gera blogg um Uwe Boll og stórvirki hans eeen þess í stað hef ég ákveðið að blogga um John Carpenter’s The Thing sem er ein af uppáhaldsmyndunum mínum, pottþétt inni á topp 10. Hugmyndin er geðveik enda er þetta endurgerð af The Thing from Another World sem fjallaði um Hóp vísindamanna á Norðurheimsskautinu sem finna grafið geimskip og uppgötva að í því er frosinn flugmaður. Allt fer síðan fjandans til þegar þeir fara með hann á rannsóknarstöðina og hann þiðnar. Þessari mynd var leikstýrt af Christian Niby árið 1951.


Snillingurinn John Carpenter ákvað að gera eftirgerð af þessari kvikmynd en ákvað að breyta söguþræðinum smávægilega. Myndin byrjar á ótrúlega flottu skoti af sleðahundi sem er að hlaupa. eftir smástund kemur í ljós að hann er að flýja undan þyrlu og í þyrlunni er einhver spaði með klikkuð sólgleraugu að skjóta á hundinn. Hundurinn hleypur inn í búðir Bandaríkjamannana. Þyrlan lendir og spaðinn heldur áfram að skjóta á hundinn en Bandaríkjamennirnir fíla það ekki og reyna að róa hann niður en spaðinn talar bara norsku (enda frá norskri rannsóknarstöð). Spaðinn er algerlega ákveðinn á því að hundurinn verði að deyja og tekur tappa úr handsprengju og ætlar að sprengja hundinn. Spaðinn hittir ekki og sprengjan springur nálægt þyrlunni og bæði spaðinn og flugmaðurinn deyja. Bandaríkjamennirnir eru gáttaðir á þrjósku norska spaðans og vilja hans til að drepa hundinn en þeir ákveða bara að hann hafi verið veill á geði. Þeir taka hundinn til sín og setja hann í hundabúrið. Næsta dag ákveða Bandaríkjamennirnir að gá að búðum Norðmannanna. Þegar þeir loksins koma þangað sjá þeir að þær eru allar brenndar til ösku. Spaðinn og þyrluflugmaðurinn voru þá síðustu eftirlifandi Norðmennirnir. Sumir N.mennirnir voru búnir að fremja sjálfsmorð og aðrir höfðu dáið af einhverjum mjög skrýtnum ástæðum. Bandaríkjamennirnir finna síðan mjög illa leikið lík, eða eiginlega bara stökkbreytt og eru orðlausir yfir útliti þess. Síðar um kvöldið fer allt í háaloft þegar hundurinn sem þeir tóku að sér breytist í eitthvað tentacle-monster-dog-thing í einu af svalari atriðum sem ég hef séð á ævinni. Smám saman fer þá að gruna að ekki er allt með felldu (kannski var það tentacle-monster-dog-thing sem gaf þeim vísbendingu) og loks finna þeir það sem Norðmennirnir voru að grafa eftir, RISASTÓRT GEIMSKIP og þegar ég segi risastórt þá meina ég risastórt. Eftir þennan merka fund uppgötva þeir að þetta í hundinum var án efa það sem var í geimskipinu og seinna meir komast þeir að því að þessi geimvera getur tekið á sig form þess sem hún drepur, og ef sérhver hluti hennar er lífvera, sbr. ef þú skerð hausinn af manni sem er í raun geimveran þá vex höfðinu fætur og það reynir að komast á brott. Það er einmitt eitt atriði í þessari mynd sem ég á eftir að muna eftir að eilífu. það er atriðið þar sem R.J. MacReady er að gá hver sé geimveran og tekur blóðsýni úr öllum og gáir að því hvernig það bregst við þegar heitum koparteini er dýft í það. Venjulegt blóð bara brennur en geimverublóðið sýnir viðbragð og reynir að bjarga sér, sjiiitt hvað þetta var geðveikt atriði. Tæknibrellurnar í þessari mynd voru tímamóta, annað verður ekki sagt.


Aðalhlutverk eru allnokkur en maður kynnist karakterunum svo vel því þeir eru svo einangraðir frá umheiminum. R.J. MacReady er leikinn yndislega af honum Kurt Russel (sem er einn svalasti mannskratti sem hefur stigið fæti á þessa jörð). svo eru um ellefu manns í viðbót sem saman eru rannsóknarteymið þarna á Norðurskautinu. Já svo leikur hinn eitursvali Keith David með sína mögnuðu rödd Childs sem er einn rannsóknarmannanna. Kurt Russel hefur einmitt leikið í mjög mörgum John Carpenter myndum og hefur samstarf þeirra tveggja oftar en ekki verið mjög farsælt.

Leikstjórnin í þessari mynd er einstök, enda er John Carpenter að leikstýra henni. Ég veit ekki hvernig hann gerir það en grúvið í þessari mynd og fílingurinn er svo magnaður einmitt útaf því hversu svakalega vel leikararnir gera þetta, svo er það líka söguþráðurinn sem bindur þetta allt saman svakalega fallega saman með rauðri slaufu.


Tónlistin í þessari mynd er geeðveiik, kannski smá 80’s synthdeath en sjitt hvað hún fangar augnablikin fullkomlega. Sá sem samdi tónlistina í þessa mynd er heldur enginn annar en Ennio Morri

cone, hann hefur ekki einu sinni, ekki tvisvar, þrisvar, fjórum sinnum heldur FOKKING FIMM SINNUM VERIÐ TILNEFNDUR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA og svo fékk hann heiðursóskar fyrir framlag sitt til kvikmyndalistarinnar. Ennio hefur unnið með mörgum frægum leikstjórum og til dæmis má nefna Sergio Leone, og samdi Ennio tónlistina fyrir fjöldamargar kvikmyndir sem hann gerði, eins og t.d. The Good, The Bad and The Ugly. J

ohn hefur verið þekktur fyrir að gera tónlistina fyrir sínar eigin kvikmyndir sjálfur en hann ákvað að leyfa Ennio að spreyta sig á þessari, sem kom líka svona rugl vel út.

John Carpenter er alveg ótrúlega fjölhæfur náungi. Hann gerir tónlistina fyrir flestar kvikmyndir sem hann gerir, hann klippir þær, tekur þær upp (stundum) og síðast en ekki síst leikstýrir hann þeim. Hann er svolítið eins og Stanley Kubrick.

Kvikmyndatakan í þessari mynd er skemmtileg og nær mjög vel að gefa til kynna þær þröngu aðstæður sem rannsóknarliðið býr við og hversu hættulegt það er þegar geimveran leikur lausum hala í b

úðunum. líka sést það ótrúlega vel hversu mikið hlutverk kuldinn spilar og hversu dauður maður er ef maður týnist einhversstaðar úti. Klippingin er stórgóð og skemmtileg.

The Thing er ótrúlega góð mynd sem fékk ekki nærri því eins mikið lof og hún hefði átt að fá og eins er John Carpenter ótrúlega vanmetinn leikstjóri og þó svo að hann hafi gert meistaraverk á borð við Escape From New York, Big Trouble in Little China, The Thing og miklu miklu fleiri, þá er hans oft bara minnst sem einhvers B-mynda leikstjóra með fáránlegar hugmyndir og yngri kynslóðir muna kannski bara eftir honum (kannski ekki) sem gaurnum sem gerði Ghosts of Mars (úff).

Það er virkilega leiðinlegt að leikstórar eins og John Carpenter séu að deyja út, leikstjórar sem gera eitthvað sem þeim finnst töff, gaman og elska. Alien vs. Predator: Requiem kemur í staðinn fyrir The Thing og Agent Cody Banks kemur í staðinn fyrir Esape from New York. Þetta er hryllileg þróun en hún virðist vera að tröllríða öllu, vinsælasta myndin vestanhafs í þessum töluðu orðum er Beverly Hills Chiuahua (ég hef ekki hugmynd um hvernig maður skrifar Chiuahua enda er ég ekki kengsamkynhneigður) og myndir á borð við Date Movie, Epic Movie, Scary Movie og Superhero Movie.

The Thing er kvikmynd sem ég mæli með fyrir alla sem eru allavegana orðnir eldri en 12 ára og ætti að vera skyldueign í safni hvers kvikmyndalúða ég gef myndinni hiklaust fullt hús stiga, fimm stjörnur af fimm mögulegum. Muthafucka!!!

1 comment:

Siggi Palli said...

Glæsileg færsla. 9½ stig.

Ég skammast mín fyrir það, en ég hef enn ekki séð þessa. Ég hef bara séð gömlu myndina, sem var ekkert spes (þá var geimveran ofvaxin gulrót!).