
Já égget ekki eytt mörgum orðum í þessa mynd,(þó svo að ég muni líklega gera það) þar sem mjög fá orð fá henni lýst.
Myndin fjallar um Dr. Trevor Andersson (Fraser) sem er prófessor við ónefndan háskóla í Bandaríkjunum. Jarðfræði er hans "forte" og er hann virtur á því sviði. Nema hvað að hann hefur ekki gert merka uppgötvun í áraraðir eða síðan bróðir hans týndist á íslenska hálendinu. Þeir bræður voru að gera jarðfræðitilraunir með skjálftamælum og virkni þeirra var takmörkuð. Allt í einu rýkur virkni þeirra uppúr öllu valdi og Trevor ákveður að fara til Íslands, en hann þarf að taka systurson sinn með því það er "frændahelgi". Á Íslandi hittir hann hina íðilfögru Hönnu Ásgeirsson (dóttur) og þau fara saman að reyna að finna þessa skjálftamæla. Þegar loksins þau finna þá, þá hefst ævintýrið. Kvikmyndatakan var mögnuð, og var það eiginlega meira hún sem heillaði heldur en 3D upplifunin. Myndin gæti vel hafa bara sleppt því "gimmick-i". Tónlistin er frábær og fangar algerlega þetta "neðan-jarðar, inni í jökli" andrúmsloft. Klippingin er í hæsta gæðaflokki og er hreint ótrúlegt hvernig atriðin líða framhjá manni nánast eins og vatn. Leikstjórnin er frábær og hefur hann E

Sean (leikinn af Josh Hutcherson) er líka virkilega góður og ég myndi segja að þetta sé langt um besta mynd sem hann hefur tekið þátt í. Þó svo að RV (2006) með Robin Williams hafi verið frábær þá tekur þessi gullið. Brendan Fraser hafði um nokkurt skeið verið í einhverskonar "Vondu-myndalægð" en náði hann sér á strik í skamman tíma með kvikmyndinni "Looney Toons: Back in Action" en féll síðan frekar langt. Nú hefur hann aldeilis átt magnþrungið kommbakk þar sem tvær betri myndir ársins innihalda hann báðar. Þá er ég að tala um "Mummy 3: Tomb of the Dragon Emperor" og "Journey to The Center of the Earth". Nú ætla ég að vitna í Gerald Humdingbat:

Ég gef myndinni 4 og hálfa stjörnu af fimm mögulegum.
2 comments:
Þessi færsla er kaldhæðnis meistaraverk.
I detect a hint of sarcasm...
5 stig.
Post a Comment