Thursday, October 30, 2008

Örblogg #1


Já ég var að horfa á ekki góða mynd sem heitir Darkness Falls, hún er mjög ekki góð. Sagan er frábærlega sögð og hef ég ekki séð svona góða aðlögun frá þjóðsögu í kvikmynd. Ég meina vá, hverjum dytti í hug að tannálfurinn væri vondur. Svo hefur þessi mynd líka besta tagline í heimi "An eye for an eye, your life for a tooth" hver tekur svona drasl alvarlega. Kvikmyndatakan var ekkert góð og klippingin týpísk fyrir hryllingsmynd, bregðuatriðin öll til staðar og sömu gömlu cheap shots og í t.d nýju Omen myndinni (Sjitt hvað hún saug göndul). Tónlistin var minna en merkileg og náði ekki einu sinni að láta mann hugsa "hey, ætti ég að vera nálægt því að vera skelkaður núna?" Það fór líka virkilega í taugarnar á mér hvernig þeir notuðu lýsinguna til þess að reyna að hræða mann. Maður mátti semsagt ekki vera í myrkri því þá náði tannálfurinn til manns, svo þetta var einhverskonar vampíru tannálfur? En þetta concept var hryllilega illa notfært og hefði getað virkað svo milljón sinnum betur ef "leikstjórinn" Jonathan Liebesman hefði haft hálfan haus þegar hann gerði þessa mynd. Jonatan hefur gert gæðamyndir á borð við Texas Chainsaw massacre: The Beginning og Killing Room en til gamans gá geta að meðaleinkunn mynda hans er 4,9. Flott það En bíðið spennt eftir næsta bloggi um meistara Uwe Boll.

1 comment:

Siggi Palli said...

Stutt og laggott. 2½ stig.