Thursday, October 30, 2008
Örblogg #2
Jésshh. Ég sá aldeilis skemmtilega mynd með Magnúsi Erni tvisvar sinnum í vikunni sem heitir 10 Things i hate about you og í seinna skiptið tók það mig hvorki meira né minna en 7 og hálfan klukkutíma. Ástæðan fyrir þessum gígantíska tíma í seinna skiptið er sú að við vorum að endurskrifa handritið á Íslensku og þurftum að pása og spila myndina alveg í gegn og endurskrifa alla brandarana ásamt því að bæta inn einhverjum frumsömdum plotttvistum. Ég nenni ekki að útskýra hvers vegna við vorum að þessu og leyfi lesandanum bara að njóta vafans. Það fyrsta sem ég hef að segja er að Ben Húr á ekki skít í þessa mynd hvað varðar statista og leikarafjölda. Það eru án gríns svona 12 atriði í myndinni þar sem fleiri hundruð manns koma fyrir í einu. En hverju sem því líður þá var þessi mynd mun betri en ég hélt fyrst. Hún er gerð lauslega eftir leikriti Shakespeare's "Snegla tamin" og er því ekki algert prump. Sorglegt er að sjá hvernig svona táningamyndir eru á hverfanda hveli og myndir um gáfaða ljósku lögfræðinga eða chihuahua hund í Beverly Hills tröllríða öllu. Táninga myndir voru klárlega á sínu blómaskeiði á árunum 1994-1999 og hefur þeim síðar farið versnandi. Í aðalhlutverkum eru Julia Stiles, Heath Ledger ásamt mörgum öðrum leikurum sem "meikuðu" það ekki. Þó að þetta sé táningadrama af bestu sort þá sýna Heath Ledger og Julia Stiles samt sem áður að þau eru frábærir leikarar. Söguþráðurinn er frekar basic. Strákur byrjar í skóla, sér stelpu drauma sinna en honum er tjáð að hún megi ekki hitta stráka fyrr en skassið systir hennar fer að hitta stráka. Strákur reynir að finna einhvern til þess að byrja með skassinu svo hann geti byrjað með stúlkunni sinni. Karakterarnir í þessari mynd eru mjög skemmtilegir og má þá helst nefna skólastýruna, pabbann, kennarann og svala gaurinn Joey Donner sem var meistari myndarinnar, pottþétt. Leikstjórinn Gil Junger er þekktur fyrir álíka myndir eins og hin ágæta en samt ekki eins góða Black Knight þar sem Martin Lawrence fór með aðalhlutverk og kenndi yfirstétt Englands hins forna að get jiggy with it.
Já þessi mynd er ekki algjör tímasóun og allt í lagi að detta í hana í rólegheitum á einmanalegu laugardagskvöldi þegar allur heimurinn er búinn að beila á þér og þú ert búinn með sleipiefnið.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Ágæt færsla. 4 stig.
Skil samt ekki alveg hvað ykkur Magnúsi gekk til...
Post a Comment