Wednesday, October 29, 2008

Rec

Ég fór í NEXUS um daginn og sá mynd á einum rekkanum sem hét "REC" ég ákvað að taka hana upp þar sem gagnrýnendur voru búnir að lofsyngja hana dável á "coverinu". Orð eins og "The scariest movie you'll ever see" , "A short, terrifying ride" og "HOLY FUUUCKKK!!!!" voru látin fljúga. Aftan á myndinni var lýsing á trailer sem ég hafði séð í bíó einni viku áður. trailer fyrir mynd sem heitir einmitt Quarantine. Ég varð smá undrandi þar sem sú mynd er á leiðinni í bíó eftir nokkra daga. Ég spurði einn Úber-1337 NEXUS-nölla hvort hann vissi eitthvað um þessa mynd. Hann sagðist ekki vita neitt nema að þessi mynd væri ársgömul og spænsk.

Þá hugsaði tjéddlinn sér gott til glóðarinnar, var hann búinn að rekast á Spænska hryllingsmynd sem var fyrirrennari Quarantine? Svarið er fokking JÁ!! Myndin er mjög einföld og söguþráðurinn ekki mjög flókinn þar sem maður veit alveg jafnmikið og aðalsöguhetjurnar, sem er einmitt mjög lítið. Söguþráðurinn fjallar í grunnatriðum um fréttakonu sem er að gera heimildarmynd sem heitir ”Á meðan þú sefur” og fjallar um allskonar næturvinnandi fólk, að þessu sinni fjallar hún um slökkviliðsmenn. Hún vonar innilega að það verði gert útkall svo hún fái að fara með slökkviliðinu og sjá þá að störfum. útkallið kemur og það er vegna öskurs sem heyrðist úr íbúð ellilífeyrisþega. Þegar þau koma þá eru íbúar blokkaríbúðarinnar niðri í lobbíinu og eru áhyggjufulli. Slökkviliðið, myndavélamaðurinn og fréttakonan koma inn í íbúð gömlu konunnar og þá stendur hún alblóðug og eitthvað skrýtin. slökkviliðið reynir að tala við hana en hún ræðst á einn í liðinu. Honum er komið aftur niður í lobbý en þá er búið að læsa þau inni í húsi og þau vita ekkert af hverju þau hafa verið læst inni í þessu húsi. Eftir smástund fara þau að komast að því að þessi gamla kelling var sýkt af einhverjum sjúkdómi sem gerir fólk virkilega árásarhneigt og sýkist í gegnum munnvatn. (Sama sagan og í 28 days later). Svo fer rússíbanaferðin af stað.

Myndatakan er svakalega spes, allavegana á þeim tíma sem þessi mynd var gerð, þ.e. áður en cloverfield kom út. Það er einungis ein myndavél sem tekur allt upp svo þetta virkar allt eins og eins konar heimildarmynd. klippingin er mjög gróf og lítur myndin út eins og óklipptur bútur af vídjói sem er bara rúllað í gegn, sem er mjög töff. Ég veit ekki hvaða fjörfiskur hefur stungið sér upp í rassgatið á spánverjum því þeir hafa dælt út meistarastykkjum á síðustu fáeinu árum, sbr. Pan’s Labirynth, el Orfanato og mun fleiri. Leikstjórarnir Jaume Balagueró og Paco Plaza eru ekki víðfrægir en hafa þó gert fáeinar kvikmyndir. Jaume gerði mynd árið 2002 sem heitir Darkness og fékk hún ágæta dóma, þá meina ég ágæta=ekki eins og MR notar orðið. Paco gerði varúlfamynd sem heitir Romasanta og hann gerði hana 2004. Hún fékk líka svosem ágæta dóma en ekkert í líkingu við dómana sem REC fékk. Engin tónlist er í myndinni þar sem þetta á að líta út fyrir að vera fréttamyndband. Leikararnir eru allir ótrúlega skemmtilegir og eru karakterarnir þeirra virkilega áhugaverðir. Við höfum sextuga playerinn sem er alltaf að hösla gellís, við höfum kínverska parið sem kann enga spænsku (sbr. lost) og svo erum við náttúrulega með gömlu hjónin. Ekki miklum tíma er eytt í að kynnast öllum karakterum en fréttakonan tekur viðtal við fáeina.

Þessi mynd er vel þess virði að sjá bara til þess að sjá endann á henni, hann er...já.. hann er góður. Ég gef þessari mynd 4 stjörnur af 5 :-)

1 comment:

Siggi Palli said...

Ég er búinn að ætla að sjá þessa í nokkra mánuði... verð að fara að drífa í því.

Fín færsla. 6 stig.