Wednesday, October 29, 2008

Topp fimm Will Smith myndir

Ég sá bloggið hans Haralds um topp fimm Schwartzenegger myndir sem hann hefur séð og mér fannst það frekar sniðugt svo ég hef ákveðið að gera sams konar blogg, nema, eins og kannski nafnið á færslunni gefur til kynna, topp fimm myndir með Will Smith.

Byrjum á kynningu á manninum. Will Smith fæddist 25. september 1968 í Philadelphiu í Pennsylvaniu Bandaríkjunum. Will er annað fjögurra barna Willards C. Smiths og Carolinu Smiths. Þegar Will varð eldri fékk hann inngöngu í hinn virta Julia Reynolds Masterman Laboratory and Demonstration School í Philadelphiu. Á hans ungdómsárum uppfyllti Will æskudraum sinn og stofnaði hljómsveit með vini sínum Jeff Townes. Þeir voru DJ Jazzy Jeff and the Fresh Prince. Will lifði hátt og sukkaði (með peningana) sem síðan leiddi nánast til gjaldþrots hans á þrítugsaldri.

Árið 1989 fann Benny Medina Will og fannst hann smellpassa í nýjagamanþáttinn sem hann ætlaði að gera, The Fresh Prince of Bel-Air. Þar leikur Will eiginlega bara sjálfan sig nema hann býr í Beverly Hills í staðinn fyrir ”Philly”. Myndin sem skaut Will Smith upp á Stjörnuhimininn er án efa Bad Boys sem meistari Michael (Bay) gerði árið 1995. Og svona til gamans að þá er Will Smith nr. 5 yfir gáfuðustu manneskjur í Hollywood. En nú hefst listinn.

Númer 5

Men in black tvílógían

Í þessum myndum leikur Will útsendara J eða eins og það er nú á enskunni “Agent J” og ásamt Tommy Lee jones og Rip Torn (sem er fokking harðasta nafn í heimi, ég meina hver heitir Rifinn Tættur?) eru útsendarar sem sjá til þess að tilvist geimvera á jörðinni sé haldið leyndri. Skemmtilegt er að sjá ýmsa viðburði sem við “héldum” að væru eitthvað ákveðið en það var þá greinilega bara eitthvað cover fyrir geimlendingu eða eitthvað því líkt. Will Smith leikur þennan jakkafataklædda útsendara á sinn einstaka hátt og hrífur áhorfandann með sér með endalausum sval-leika og “smoothness”. Og hvaða polli man ekki eftir atriðinu þegar Will skýtur úr pínubyssunni sinni og kastast eins og þrumufleygur í ófáar ruslatunnur.

Númer 4

Bad Boys Tvílógían

Hérna leikur Will lögreglumanninn Mike Lowrey sem hatar heróin, glæpamenn og ekki-fallegt kvenfólk meir en allt og hatar ekki að elska að keyra rándýra bíla og skella sér í einn eða tvo bílaeltingaleiki í leiðinni. Meistari Michael (Bay) sýnir það og sannar að hann er án efa einn af bestu leikstjórum okkar kynslóðar og á sannarlega skilið mun meira hrós fyrir verk sín en hann hefur í raun fengið. Einungis meistara eins og Michael Bay myndi detta í hug að nota bíla sem kast-vopn í bílaeltingaleik. Bad Boys eitt og þó sérstaklega tvö eru myndir sem myndu verða svona þriðjungi styttri ef ekki væri fyrir öll klikku slow motion atriðin í henni en maður getur bara ekki beðið eftir næsta svoleiðis atriði því þá fær maður að sjá fokking Will Smith gera eitthvað geðveikt hægt!

Númer 3

I Am Legend

Í þessari mynd leikur Will smith öðruvísi hlutverk en hann er vanur að leika. Hann leikur vísindamann sem er einn í heiminum en kemst síðan að því að hann er það ekki. Þessi mynd er dæmi um mynd sem trailerinn eyðilagði. Það fyrsta sem maður sá voru teaserarnir sem lofuðu geðveikt góðu, og tagline-ið lofaði mjög góði ”The last man on earth isn’t alone”, þá gat maður ekki beðið eftir að skella sér í bíó og komast að því A) Hví hann er síðasti maðurinn á jörðinni B) Hver er með honum C) Hvað gerðist, og D) Horfa á fokking Will smith leika vísindamann. En Trailerinn sýndi manni allt þetta og meira til, gaf meir að segja upp nokkur ”bregðu-atriði”, sem ég er reyndar ekkert sérstaklega hrifinn af en SAMT! Will Smith á stjörnuleik í þessari mynd og er skemmtilegt að sjá hvað hann sýnir á sér margar hliðar í henni.

Númer 2

Independence Day

Independence Day er ábyggilega það eina góða sem ég man eftir við árið 1996, Já og Ólafur Ragnar Grímsson varð forseti, but thats about it. Ég meina ef þú tekur Jeff Goldblum (The fly, Jurassic Park ofl.), Bill Pullman (pabbinn úr Casper) og Will Smith, þá ertu kominn með fokking blockbuster, það er bara þannig. Í ID leikur Will Smith orrustuþotuflugmann sem heitir Steven Hiller, og er Kapteinn í þokkabót. Will Smith byrjar að vera töff þegar allt hvíta fólkið er búið að sökka geðveikt mikið, því hann er fyrsti maðurinn sem drepur eina af geimverunum. independence Day er ein af fyrstu myndunum sem nýtir sér tölvutækni til þess að skapa alveg nýja gerð af myndategund, myndategund sem maður kiknar í hnjánum þegar maður sér. Myndaflokk sem ég kýs að kalla ”Epík”. maður getur horft á allskonar leik-egórúnk eða flotta leikmynd, en það sem getur alltaf gert mann orðlausan er geimskip sem er eins stórt og Manhattan-eyja.

Númer 1

Wild Wild West

Ohh Shiiittt, við erum að tala um svölustu Will Smith mynd allra tíma. Wild Wild West. Hérna leikur Will líka kaptein, en í þessu tilfelli heitir hann Captain James West sem er lögreglumaður sem lætur engan abbast upp á sig. Heilmikið af rasistabröndurum eru í þessari mynd en nær James West alltaf að klekkja á hvíta manninum, (því ef hann myndi ekki gera það væri þessi mynd ábyggilega ólögleg) og er eitt atriði sem er mér sérstaklega minnisstætt, þegar James West og Dr. Arliss loveless skiptast á rasista og fatlaðra bröndurum (það vantar reyndar bara á hann neðri líkamann en sömu lögmál gilda). Leikaraúrvalið er frábært. Will Smith, Kevin Klein, sem er einn af fáum leikörum sem hafa fengið óskarsverðlaun fyrir leik í gamanmynd (A Fish Called Wanda) og Salma Hayek. Handritið er ótrúlega skemmtilega skrifað og blandast þar vísindaskáldskapur inn í gömlu íhaldssömu tíma Ameríku. Tilvitnanir í þessa mynd eru endalausar, hver man ekki eftir bardagaatriðinu á risavélköngulónni þegar Will Smith er að berjast við hnífakarlinn og segir ”Alright, no more mr. knife-guy” ó mig auman hvað þessi mynd grefur allar hinar í sandinn.

Ég ætla að nota lokaorðin til þess að koma því á framfæri að Will Smith er með svalari melum á jörðinni og hann er ekkert á leiðinni að hætta því, kvikmyndin Seven Pounds er á leiðinni og fjallar hún um starfsmann (Will) hjá skattinum sem fær samviskubit og ákveður að hjálpa sjö manns að handahófi. jáh Will Smith er meistarinn

1 comment:

Siggi Palli said...

Glæsileg færsla. 9 stig.

Verð samt að játa það að ég hataði Wild Wild West á sínum tíma. Ég man reyndar ekki almennilega af hverju, enda komin næstum 10 ár síðan. Grunar að Kenneth Branagh hafi haft eitthvað með það að gera, mér finnst hann yfirleitt algjörlega óþolandi.