Sunday, November 2, 2008

Dumb And Dumber




Hvar á maður að byrja þegar maður á að skrifa um mynd sem hefur haft svo ótrúlega mikil áhrif á mann og nánast mótað kímigáfu manns? Allt frá ótrúlega fyndum orðaleikjum og "puns" yfir í kúkahúmor af bestu gerð. Þessi mynd er fyrirmynd allra grínmynda og efast ég um að svona góð og solid grínmynd verði gefin út á okkar ævi. (Samt alveg án gríns, srsly!). Myndin fjallar um vinina Harry og Lloyd sem eru í orðisn fyllstu merkingu; hálfvitar. Þeir eiga í erfiðleikum með að sætta sig við að lífið er erfitt og maður þarf að vinna fyrir hlutunum. Tilvitnun í myndina, Harry: "There's not a job in this town!" Lloyd: "Yeah, not unless you wanna work 30 hours a week! pffhtt". Sagan er svo fullkomin, hún er ekkert Godfather-Usual Suspects Plot twist masterpiece en það er heldur ekki þar sem snilldin liggur. Snilldin er í einfaldleikanum. Grínmyndir, allavegana góðar grínmyndir þurfa að hafa eitthvað mission, og ef þær eru virkilega góðar þá inniheldur missionið road trip þar sem allur andskotinn gerist. Missionið í Dumb and Dumber er að koma ferðatösku til Aspen. Og Road trippið er til Aspen.

Önnur tilvitnun í myndina, Harry: “So you got fired again, eh?” Lloyd: “Oh yeah. They always freak out when you leave the scene of an accident, ya' know?” Harry: Yeah, well, I lost my job too. Lloyd: “Man, you are one pathetic loser.” AAHHH þetta er svo yndisleg mynd!!! Til þess að toppa ferðalagið þeirra Harry og Lloyd’s þá er ferðataksan sem þeir eru að skila full af peningum og áttu þeir að vera lausnargjald fyrir mannránsfórnarlamb og þess vegna eru sendir leigumorðingjar á eftir þeim. Þrátt fyrir að þessi mynd sé líklega mesta feel-good mynd í heiminum þá er (nú ætla ég að gera ráð fyrir að allir hafi séð þessa mynd) endirinn án efa mesta svekk kvikmyndasögunnar, (nema kannski endirinn á Das Boot… gauuuur).
Tilvitnun: Lloyd við leigumorðingja sem fékk far hjá þeim “hey, do you wanna hear the most annoying sound in the world? EEEHHHHHHHHHHGGHHHHRRHH!!!!”
Á meðan jafnaldrar mínir horfðu á Aladdin eða Lion King (sem ég hef nota bene aðeins séð einu sinni, þ.e. á frumsýningunni) þá horfði ég aftur og aftur og aftur á Dumb and Dumber, bestu grínmynd sem Bandaríkjamenn hafa nokkurn tímann gert, en Bretar eiga langa og góða grínsögu þó svo gef ég skít í þetta Peter Sellers bleika pardus slap-stick shit grín, það fer einhvern veginn svo mikið í taugarnar á mér. Svo verður það líka að koma fram að Monty Python eiga án efa heiðurinn á því að innleiða steik í sjónvarp.

Kvikmyndatakan í Dumb and Dumber er bara alveg ágæt svosem, ekkert eftirminnileg en það þarf hún svo alls ekki að vera. Klippingin er líka bara frekar hlutlaus og venjuleg En eins og áður sagði þá þurfa þessir tveir þættir ekki að vera gífurlega mikið útpældir í grínmyndum þar sem listræni þátturinn er ekki ríkjandi heldur afþreyingarþátturinn frekar og handritasmíðin sem einmitt er alveg best í þessari mynd. Það vita það ekki margir en Haley Joel Osment (Sixth Sense eftir M. Knight Shyamalaeyamnanaman) fékk fyrsta hlutverk sitt í stórri bíómynd í Dumb and Dumber. Hann var einmitt blindi krakkinn sem Lloyd seldi hauslausa páfagaukinn.
Billy blindi: “Pretty bird, can you say pretty bird? Pretty bird”

Úff þessi mynd sko, ég elska hana, vona að fleiri elski hana jafnmikið og ég þó svo er ég nánast viss um að Siggi(no offense) eigi eftir að skjóta hana niður því “Jim Carrey er útrbrunninn og hefur aldrei leikið í Stanley Kubrick mynd eins og Peter Sellers” eða “Myndatakan endurspegli ekki sálarangist aðalpersónanna nógu vel”. En ég meina. Stundum þarf maður bara að sökkva sér aðeins í lágmenninguna. Ég gef þessari mynd fjórar stjörnur pottþétt, (ég viðurkenni það fúslega að hún fær alveg heila aukstjörnu frá mér bara út af nostalgíugildinu, en hún er samt alveg jafngóð og í gamla daga!) Ég ætla að ljúka þessari færslu með annarri frábærri tilvitnun, Löggukall: “Pullover!” Harry: “No, it's a cardigan but thanks for noticing.” Lloyd: “Yeah, killer boots man!”.

Blogg um teiknimynd


Teiknimyndin Prinsessan og durtarnir fjallar eins og nafnið gefur til kynna, um prinsessu og durta.

Prinsessan Írena býr í höllinni og á enga móður. Faðir hennar er alltaf í burtu að hugsa um ríkið sitt. Þess vegna hefur Írena litla, sem er á að giska 9-11 ára, barnapíuna Úllu.

Dag einn fer Írena að leika sér í skóginum hjá höllinni og felur sig fyrir Úllu sem leitar af henni lengi. Írena verður úti alveg þangað til það verður dimmt og þá villist hún. Allskyns furðukvikindi birtast í skóginum og hún verður skíthrædd, fer upp við tré í fósturstellinguna og byrjar að gráta. Kötturinn hennar, Gosi, getur ekkert hjálpað henni.

En þá allt í einu heyrist söngur í fjarska og við sjáum litla ljóstýru. Það er hann kalli, sonur námuverkamanns. Hann veit að furðukvikindin eru gæludýr durtanna, og þau þola söng verst af öllu. Þá forða þau öll sér og Kalli bjargar Írenu og fylgir henni í höllina. Það var byrjunin á fallegum vinskap.

En svona aðeins til að útskýra hvað durtar eru, þá eru það einskonar mannverur, sem búa neðanjarðar. Þau bjuggu einu sinni ofanjarðar en mannfólkið hrakti þau ofan í jörðina. Þar eru konungur, drottning og kóngsonur, Froskavör prins, sem ríkja yfir öllum durtunum. Þau eru ógeðslegust af öllum. Þau fagna öllu sem ógeðslegt er. Durtarnir eru bara með eina tá, og það er þeirra viðkvæmasti líkamshluti. Þeir þola sem sagt illa að heyra söng og skynja hamingju, og að láta stíga á tærnar sínar. Konungsfólkið er með gráa húð en þegnarnir geta verið með allskonar á litinn, en allir litirnir eru samt mjög daufir og niðurdrepandi. Sálfræði í bíómyndum ...

Allavega. Írena uppgvötvar einn dag leynihurð á herberginu sínu og það leiðir hana í turn á kastalanum þar sem hún sér draug ömmu sinnar. Amma hennar lætur hana fá garn, en þetta er töfragarn. Það á hún að nota þegar hún er í hættu.

Hún finnur það á sér að hún verði að fara niður í heim durtana og þar bjargar hún Kalla með hjálp garnsins. Hann hafði óvart farið þangað niður og komist að því hvað durtarnir höfðu í hyggju.

Til að gera langa sögu stutta, þá hafa durtarnir verið að byggja risastóra stíflu sem þeir ætla að meiða mannfólkið með. Þeir ætla líka að láta Froskavör prins durtanna giftast Írenu svo durtarnir nái völdum á jörðinni aftur.

Það mistekst því Kalli, hetjan okkar, bjargar öllu. Hann lætur alla varðmenn konungs stíga á tærnar á durtunum og syngja fyrir þá. Froskavör prins er svo steypt niður stóran foss.

Í lokin eru sem sagt allir að syngja mjög fallegt lag. Það er rosa flott. Ég elskaði þessa mynd þegar ég var lítil. Enda talaði Felix Bergson fyrir Kalla og Írena prinsessa var í bleikum kjól allan tímann.

The Incredible Hulk


Ég fór á The Incredible Hulk í bíó fyrir nokkru og ákvað að blogga um hana í dag, annan nóvember. Myndin er eins konar framhald af síðustu Hulk mynd sem var gerð af leikstjóranum Ang Lee og fékk vægast sagt slæma dóma þrátt fyrir að hafa átt ágæta kafla. Eric Bana (The Passion of The Christ) lék þar Beljakann ógurlega en í nýju myndinni leikur snillingurinn Edward Norton (American history X, Fight Club) Beljakann. The Incredible Hulk er eins og ég sagði eins konar framhald af fyrri myndinni en allir hlutirnir ganga ekki alveg upp ,en vel flestir. Bruce Banner flúði til Suður-Ameríku í fyrri myndinni og í þessari er hann þar ennþá. Hann er í sambandi við mann sem kallar sig Mr. Blue og hyggst finna lækningu á Beljakanum. Fleiri Stjörnuleikarar taka þátt í þessari mynd og ber þar helst að nefna Liv Tyler (Lord of The Rings Trílógían), Tim Roth (Reservoir Dogs) og William Hurt (Into The Wild, History of Violence, The Good Shepard, Syriana og margar fleiri.).


Leikstjórinn Lois Leterrier hefur ekki leikstýrt mörgum og er þetta þriðja myndin sem hann hefur gert. Fyrsta myndin var Danny the Dog með Jet Lee og mynd númer tvö var Transporter 2 með Jason Statham og er í sjálfu sér alveg magnað hvað rosalega margir gæðaleikarar treysta honum fyrir því sem hann er að gera. Myndatakan í þessari mynd er geðveik, þess til sönnunar þá er eltingaleikurinn í Suður-Ameríska Shanty-town-inu einn sá mest spennandi sem ég hef séð og er alveg ótrúlega flott að sjá hvernig leikstjórinn notar til dæmis myndavélakranann. Klippingin er í hæsta
gæðaflokki líka og er umgjörðin um þessa mynd alveg hreint til fyrirmyndar. Eitt atriði í kvikmyndinni fór þó verululega mikið í taugarnar á mér *SPOILER* þegar Beljakinn er búinn að sigra óvininn og Liv Tyler er föst inni í brennandi þyrlunni, sem er alveg að fara að springa vegna olíunnar sem er að leka á fullu, þá tekur Beljakinn upp á því að klappa geðveikt fast í átt að þyrlunni. Ok að klappa…. Það er virkilega lélegt múv, það hefði verið svo mikið betra að láta hann bara blása á helvítis þyrluna, já eða bara hlaupa að þyrlunni, taka Liv útúr henni og láta sprenginguna springa á sig og taka þar með höggið og hitann. En ég er ekki
leikstjórinn svo þetta verður bara að vera svona.


The Incredible Hulk er, myndi ég segja, eina af fyrstu myndunum af þessum virkilega góðu og vel gerðu ofurhetjumyndum þrátt fyrir gallana sína. En ofurhetjumyndir á borð við Iron Man og Batman: The Dark Knight eru það sem koma skal og var það án nokkurs vafa Batman Begins sem sýndi fram á það hvers megnugt ofurhetju conceptið var, svo gleymdist það í smástund þegar Spiderman reið öllu í drasl en svo hófst þetta upp á nýtt þegar The Incredible Hulk kom út. Ég er að sjálfssögðu ekki að segja að Christopher Nolan hafi bara fengið uppljómun þegar hann sá þessa mynd og ákveðið að gera Dark Knight, hann var auðvitað byrjaður á henni langt á undan, en “góðu-mynda-aldan” byrjaði á Hulk, vil ég meina. The Incredible Hulk er alveg hreint fínasta mynd og hef ég ákveðið að gefa henni þrjár og hálfa stjörnu og er þetta alveg solid 3 ½ stjörnu mynd. Muthafucka!