300
Þegar ég kom út af þessari mynd var ég fullvissaður um að þetta væri besta mynd sem ég hafði séð á allri ævinni minni. Þegar ég sá hana aftur þá dvínaði þessi „besta mynd í heimi“ ljómi og eftir þriðja áhorf var ég alveg viss um að þetta væri ekki besta mynd sem ég hafði séð. Þó svo að ég hafi aldrei séð jafnmarga, helköttaða og tanaða massaköggla, berjast upp á líf og dauða á ævinni þá vantar smá meira uppá til þess að þessi mynd setjist á bekk með myndum eins og Shawshank Redemption eða schindlers list. ó svo að ljóminn hafi dvínað þá er þessi mynd ábyggilega ein skemmtilegasta mynd til almenns áhorfs (fyrir stráka) sem ég hef séð, ásamt Transformers eftir meistara Michael Bay og Shoot‘em up þar á eftir.
Myndin fjallar um ást, svik, stríð og að vera eins töff og þú getur á meðan þú ert að fara að deyja eða ert dáinn. Ansi léttúðlega er farið með sögulegar heimildir og er ég ansi viss um að Xerxes konungur hafi ekki haft elítu her lifandi dauðra uppvakninga með sorfnar tennur á sínum snærum. Söguþráðurinn er engu að síður mjög einfaldur, Xerxes konungur er með alveg allsvakalegt mikilmennskubrjálæði og vill láta kalla sig Guðakonung og vill eiga alla jörðina en eina ríkið sem sýnir Xerxesi og Persum mótþróa eru Spartverjar, (a.k.a. Team Awesome). Öll myndin gengur út á þessa deilu og eru svakalegustu bardagaatriði sem ég hef séð í þessari mynd, þá sérstaklega atriðið þegar fyrsta vörn Spartverja hófst og þeir hlupu út í Persneska múginn og drepa allt sem þeir sjá. Myndavélin er á dolly (rennivagni) og rennur alveg heillanga leið og ekkert er klippt og öll senan er tekin í einu svo allt þurfti að heppnast.
Leónídas konungur er leikinn af Gerard Butler og Xerxes Persakonungur er Rodrigo Santoro og er hann frekar töff það þetta sé fyrsta hlutverk hans í stórri kvikmynd. Búið er að lækka röddina á honum um svona 12 áttundir.
Myndin er gerð eftir aðlögun Frank millers að sögulegum atburði við Laugarskarð 480 f. kr. Leikstjórinn er Zack Snyder sem hefur ekki gert aðra eins kvikmynd, þ.e.a.s. eins stóra .
Öll myndin er tekin í green screen svo að allt „scenery“ er gert í tölvunni og það gefur leikstjóranum og Frank aukið frelsi til þess að vinna með útlit myndarinnar. Öll myndataka, útlit, hljóð, tónlist og bara allt sem augað sér er frábært, þessi mynd er alveg frekar „pleasing to the eye“.
Setningin „This is blasphemy, this is madness! Madness? ... THIS IS SPARTA “ fór eins og eldur um sinu í netheimum og urðu til ófáar gif. myndir af Leonidasi þar sem hann segir kjánalega hluti og endar á „this is sparta“.
Í endann vil ég segja öllum sem hafa ekki séð þessa mynd að skella sér til þess að kaupa eitt stykki popppoka, eitt stykki DVD 300 og eitt stykki einnota rakvél til þess að raka af sér allt skeggið sem hin gífurlega testósterónframleiðsla sem myndin orsakar lætur vaxa. myndin fær þrjár og hálfa stjörnu.
1 comment:
Fín færsla. 6 stig.
Var þetta alveg örugglega dolly? Það er svo oft í svona green-screen myndum þar sem hreyfingar myndavélarinnar eru einfaldlega tölvugerðar (virtual camera), t.d. í bardagasenunum í LOTR.
Post a Comment