Monday, September 29, 2008

Goodfellas




Ég ákvað að horfa á myndina Goodfellas, sem ég hafði ekki séð, en Arnór sagði mér að horfa á hana og ákvað ég að hlusta á meistarann. Hún var gerð árið 1990 og er þessi mynd í anda Godfather myndanna. Goodfellas var tilnefnd til óskarsverðlaunana sem besta mynd og leikstjórinn Martin Scorsese var tilnefndur sem besti leikstjórinn. Myndin vann þó aðeins ein óskarsverðlaun og var það Joe Pesci sem hlaut þau fyrir leikara í aukahlutverki. Myndin er gerð eftir bók Nicholas Pileggi sem heitir „Wiseguys“.

Goodfellas sýnir mafíuheiminn í gegnum augu Henry Hill sem Ray Liotta leikur. Myndin byrjar á því að Henry Hill ásamt Tommy DeVito (Joe Pesci) og Jimmy Conway (Robert De Niro) eru að keyra þegar þeir heyra hljóð aftan úr skottinu, þeir ákveða að opna skottið og í því er blóðugur maður og Tommy drepur hann með ítrekuðum hnífstungum.

Henry Hill er sögumaður í myndinni. Þegar hann var lítill fékk hann vinnu hjá Conway við að þrífa bíla og hófst þar mafíustarfið hans. Þegar hann var búinn að þrífa bíla í einhvern tíma þá fékk hann alltaf stærri og stærri verkefni hjá mafíunni. Hann kom einn daginn heim klæddur sem mafíumaður, foreldrar hans voru ekki sátt með hann og pabbi hans lemur hann með belti og banna þau honum að koma nálægt mafíunni aftur. Þau vita að hann vinnur hjá mafíunni útaf því þau höfðu fengið bréf frá skólanum sem sagði að hann hefði ekki mætt í skólann undanfarnar vikur. Henry segir Conway þetta sem lemur póstmanninn og segir við hann að koma aldrei með bréf frá skólanum heim aftur. Henry heldur því áfram að vinna með mafíunni.

Henry kynnist konu sem heitir Karen. Þau giftast. Hann fer ekki mjög vel með hana og kemur alltaf seint heim og þess háttar. Sambandið þeirra er mjög stormasamt.

Myndin sýnir hvernig Henry Hill stækkar og stækkar með mafíunni þegar hann er farinn að vera einn af stærstu spöðunum í mafíunni. Henry Hill byrjar í fíkniefnum og löggan fer að elta hann, vegna dópsölu hans og dópnotkun hans.

Mér finnst lýsingin í myndinni mjög góð, lýsingin er mjög dökk eins og mafían sem passar. Myndin sýnir hvernig mafían starfar, dópsalan, áfengið og ofbeldið. Samtölin finnst mér í anda Quentin Tarantino, mjög útpæld og fáguð. Ofbeldi og dópsala er mjög mikil í myndinni og er oft átakanlegt að horfa á sum atriðin, útaf því Martin Scorsese fer alla leið í þeim og sýnir allt. Hann sýndi einmitt í upphafsatriðinu, allar hnífstungurnar sem mér fannst mjög erfitt að horfa á. Tónlistin er einmitt mjög góð, hún byggir svona fíling og spennu í myndinni.

Það er meira sýnt af myrku hliðunum hjá Henry Hill en einnig er sýnt góða hliðin hjá honum, sem sýnir að hann hefur tilfinningar. Fíkniefnin hafa mikil áhrif á Henry sem leiðir að lokum til þess að endar í fangelsi.

Joe Pesci átt stórleik í myndinni og nær hlutverki mafíumanns mjög vel og fékk einmitt Óskarsverðlaun fyrir. Hann er lítill en skapstór sem sést aðallega í atriði þegar lítill strákur gleymdi að koma með drykkinn hans þegar Pesci lætur hann dansa með því að skjóta úr byssu allt í kringum hann.

Myndin var mjög skemmtileg afþreying og mæli ég með henni fyrir alla sem hafa áhuga á mafíumyndum, slagsmálum eða bara kvikmyndum yfir höfuð.

Ég gef myndinni fjórar og hálfa stjörnu af fimm

1 comment:

Siggi Palli said...

Ágæt færsla. 5 stig.