Meng long guo jiang er mynd með Bruce Lee sem er 26 ára gömul. Ég keypti hana fyrir einu misseri síðan og hef ekki getað horft á hana vegna þess að ég einfaldlega týndi henni um leið og ég kom heim með hana. Myndin heitir á ensku The Return of the dragon og er ein af minna þekktum myndum Bruce Lee en er alveg hreint furðugóð. Myndin fjallar um Tang Lung sem er sendur af frænda sínum til þess að vernda veitingastað vinar síns frá árásum bíræfinna glæpamanna. Aðstoðarmaður höfuðpaursins heitir Ho og er furðulegasta persóna sem ég hef séð í svona gamalli mynd til þessa. Ho er nefnilega alveg kengsamkynhneigður mafíuskósveinn. Slíkur karakter er frekar sérstakur í 26 ára gamalli kung fu mynd.
Aðalleikarar eru Bruce Lee, vin frænda Bruce, sem heitir "Uncle Wang" leikur Chung Hsin Huang og vonda mafíustjórann eMeng long guo jiang er mynd með Bruce Lee sem er 26 ára gömul. Ég keypti hana fyrir einu misseri síðan og hef ekki getað horft á hana vegna þess að ég einfaldlega týndi henni um leið og ég kom heim með hana. Myndin heitir á ensku The Return of the dragon og er ein af minna þekktum myndum Bruce Lee en er alveg hreint furðugóð. Myndin fjallar um Tang Lung sem er sendur af frænda sínum til þess að vernda veitingastað vinar síns frá árásum bíræfinna glæpamanna. Aðstoðarmaður höfuðpaursins heitir Ho og er furðulegasta persóna sem ég hef séð í svona gamalli mynd til þessa. Ho er nefnilega alveg kengsamkynhneigður mafíuskósveinn. Slíkur karakter er frekar sérstakur í 26 ára gamalli kung fu mynd.
Aðalleikarar eru Bruce Lee, vin frænda Bruce, sem heitir "Uncle Wang" leikur Chung Hsin Huang og vonda mafíustjórann er Robert Wall. Þegar hann (Robert Wall) kemst að því að Tang Lung er ofjarl hans ákveður hann að ráða Karate-meistarann Colt, sem er leikinn svo meistaralega af Chuck Norris, til þess að ráða Tang Lung af dögum. Eins og glöggir menn gætu giskað á þá rústar Bruce Lee Chuck Norris. Kvikmyndir í dag láta andstæðinga vera allt of jafna, það er ekkert gaman að horfa á bardaga þar sem báðir aðilar eru jafnsterkir, það tekur heila eilífð að horfa á þannig slag. Ef einn aðilinn er suddalega mikið sterkari en hinn og betri í bardagaíþróttum en hinn þá er mun skemmtilegra að horfa á slaginn og refsinguna á honum.
Myndatakan er æðisleg, öll einkenni seventís kúng fú mynda sjást bersýnilega, fáránlega zúmmið, ekkert dolly, svo að ef myndavélin er að hreyfast til hliðar þá hristist myndavélin eins og ég veit ekki hvað. Hljóðin og taktarnir í Bruce eru óviðjafnanlegir, öskrandi í falsettu og lemjandi fólk eins og enginn sé morgundagurinn.
Þessi mynd er algjör snilld og enginn ætti að láta hana fram hjá sér fara og algjör skyldueign fyrir kung fu mynda fanatic-inn og á erindi inn á heimili allra sem eitthvað vit hafa í kollinum. Ég gef þessari mynd tvímælalaust 4 stjörnur af fimm.
1 comment:
Hmmm... hluti af textanum er endurtekinn. Vona að það séu bara mistök en ekki furðuleg tilraun til þess að fá aukastig...
4 stig.
Post a Comment