Pineapple express
Pineapple express er mynd úr smiðju stórmeistarans Judd Apatow og er sjöunda og án efa besta mynd úr smiðju David Gordon Green. Hann hefur gert myndir á borð við Snow Angels og Undertow (?). En víkjm okkur aftur að meistaranum Judd Apatow. Hann hefur verið viðriðinn stórar og smáar myndir og nú upp á síðkastið hefur hann og SNL (Saturday Night Live) gengið aldeilis sótt í sig veðrið með myndum á borð við 40 Year Old Virgin, Forgetting Sarah Marshall, Knocked Up, Superbad og Pinapple Express. Þetta er bara toppurinn af ísjakanum þar sem Judd hefur líka tekið þátt í handritsstörfum í mörgum þáttum, þar ber helst að nefna Freaks and Geeks þar sem jason segel, aðalleikari og leikstjóri Forgetting sarah marshall, fer með frekar stórt hlutverk.
Aðalleikarar Pineapple Express eru Seth Rogen og James Franco. fjallar um ungan mann, Dale Denton, (Rogen) sem finnst ekkert betra en að rúlla sér upp einni feitri og kveikj’íenni. Hans aðalvandamál er hversu óheppilega erfitt það er að útvega það og hversu “vinalegir” dópsalarnir verða. Einn daginn ákveður Dale að kaupa sér gras og þá stingur dópsalinn hans, Saul (Franco) að selja honum sérstaka tegund af grasi sem heitir “Pineapple express” . Dale kaupir þennan gæða skúnk af Saul og þá byrjar rússíbanaferðin.
Hlutinn fyrir hlé var aðallega kynning á persónum og tók sá hluti frekar langan tíma en ótrúlega gaman er að sjá hversu góðir í spuna allir leikararnir eru. Seth Rogen semur handritið svo hann veit manna best hvernig á að fara. Flest tal atriðin voru alveg 3sar sinnum lengri en í flestum öðrum gamanmyndum, þar sem sem flestum pun-um á að koma inn í sem styst samtal, en í Pineapple express er gert út á löng fáránleg samtöl.
Síðari hlutinn... vááá, síðari hlutinn er mesta steypa sem ég hef á ævi minni orðið vitni að. Gífurlegt ultra-violence í bland við ótrúlega fyndin samtöl og útúrsúrruð stunt-atriði. Lokasamtalið og lokaatriðið í myndinni, á kaffihúsinu, er í heild algjör snilld, maður býst eftir að sjá þennan týpíska happy ever after endi og kærastan hans Dale myndi byrja aftur með honum, en í staðinn sér maður bara þessa þrjá vini, Dale, Saul og Red keyra burt og tala um hversu gaman það verður að reykja næstu jónu.
Myndatakan og lúkkið á filmunni var svakalega 70’s einhvern veginn og fötin öll í þeim stíl líka og heppnaðist sú hugmynd frekar vel. Leikstjórnin var mjög góð, allir leikararnir þekkjast og leikstjórinn sömuleiðis svo maður tekur virkilega eftir því hversu flæðandi myndin var vegna þess.
Ég gef myndinni þrjár og hálfa stjörnu.
1 comment:
Fín færsla. 5 stig.
Var þetta fólk einhvern tímann í SNL? Mér finnst eins og megnið af hans leikurum sé bara úr Freaks and Geeks, t.d. voru Seth Rogen og James Franco báðir í þeim.
Post a Comment