Friday, October 31, 2008

Örblogg #3 a.k.a. Vondumyndablogg #3


Jahá nú kemur skemmtilegt blogg um kvikmynd sem heitir "3 ninjas: High Noon at Mega Mountain" og er ein af myndunum í 3 ninjas myndaröðunum. Mynd þessi skartar stjörnuleikurum á borð við Hollywood Hulk Hogan, Loni Anderson og Jim Varney. Hulk Hogan þarfnast engrar kynningar og Loni Anderson hefur leikið í myndum eins og Night at the Roxbury og þáttum á borð við Sabrina the Teenage Witch. En maðurinn sem flestallir kannast við er Jim Varney. Þú þekkir hann, ég þekki hann og vinir þínir þekkja hann en við höfum séð hann margoft en hans raunverulega nafn hefur ekki verið jafnáberandi. Jim Varney er nefnilega Ernest. Ernest í Ernest goes to Africa, Ernest joins the Army og miklu fleiri Ernest mynda. Svo talaði hann líka fyrir gormahundinn í Toy Story myndunum. Söguþráðurinn er einfaldur. Ninjurnar þrjár vita ekkert skemmtilegra en að horfa á uppáhaldsþáttin sinn sem Hogan leikur aðalhlutverkið í. Opna á skemmtigarð í sama þema og þátturinn og á Dave Dragon (Hogan) að tilkynna þar að hann sé að fara að hætt í sjónvarpi og þetta muni vera síðasta framkoma sem hann komi fram sem Dave Dragon. Ninjurnar þrjár ásamt tölvusnillingnum Amöndu fara í þennan skemmtigarð og viti menn, á garðinn ræðst hópur af illum ninjum sem hóta að sprengja hann. Höfuðpaurar vonda ninjuteymisins eru einmitt Loni Anderson og Tim Varney. Loni leikur Medúsu en Tim leikur Lothar Zogg (sem er btw frekar töff vondukallanafn). ninjurnar þrjár og vinkona þeirra þurfa að yfirbuga óvininn með glæstum bardagahreyfingum og tölvukunnáttu og fá með sér í lið Dave Dragon (Hogan) til þess að lumbra á ninjunum vondu. Þessi mynd á virkilega skilið að vera kölluð vond, ef ég renni yfir allar þær vondu myndir (hér nota ég orðið vond því orðið slæm er ekki nógu sterkt) þá held ég að engin mynd hafi reynt jafnmikið að verða vond. Það er eins og leikstjórinn Sean McNamara hafi verið með bundið fyrir augun, eyrun, lyktar- og snertiskynið þegar hann gerði þessa mynd því hún lætur manni án alls gríns líða líkamlega illa. Bardagaatriðin eru hryllileg, klipping og myndataka eins dauf og hægt er, tónlistin, sjitt... tónlistin... hún var það eina góða í myndinni en sjitt hvað hún var góð (hlustaðu bara á treilerinn), leikurunum sem léku ninjurnar var algerlega ókleift að tjá tilfinningar og einu orðin í orðaforða þeirra eru: "Awesome!", "Let's Rock!" og "Totally Extreme!" Þessi mynd ætti að vera höfð til sýnis á kvikmyndasafni einhversstaðar úti í heimi til þess að sýna kvikmyndagerðamönnum hvernig á EKKI að gera bíómynd.
Ég gef myndinni -2 stjörnur af 5 (Já þetta er "mínus tveir", ekki "Bandstrik tveir")

1 comment:

Siggi Palli said...

Fín færsla um vonda mynd. Ég held ég hafi einhvern tíman séð upprunalegu 3 Ninjas myndina, og mig minnir að hún hafi heldur ekki verið neitt sérstaklega góð. 5 stig.