Saturday, March 28, 2009
The Escape From New York
Enn önnur kvikmynd eftir uppáhaldsleikstjórann minn John Carpenter og ein af hans betri þar að auki. Myndin fjallar um einhverskonar distópíska framtíð (1997) þar sem glæpatíðni hefur hækkað svo mikið að ákveðið hefur verið að breyta manhattan eyju í risastórt fangelsi, 30 feta veggir umlykja bakkana hinum megin við eyjuna svo ef þú myndir reyna að synda yfir sundið, þá myndu byssur á veggnum skjóta þig. Allar brýr eru fullar af jarðsprengjum og himinninn vaktaður. Myndin byrjar á atriði sem gerist í flugvél forsetans (Air Force One) og verður hún fyrir einhverjum skakkaföllum og neyðist forsetinn til þess að skjóta sér útúr henni í einhvers konar “Escape pod”-i. Það lendir síðan á miðri Manhattan eyju og enginn hefur hugmynd um hvernig á að ná honum út því á Manhattan eyju ríkir nú einhverskonar konungsstjór þjófa, morðingja, nauðgara, skattsvikara o.s.frv svo ef lögreglan myndi reyna að gera tilraun til að bjarga forsetanum þá yrði þeim slátrað. Bandaríski herinn tekur þá upp á að fá Snake Plissken dæmdan bankaræningja og þjálfaðan málaliða til þess að bjarga forsetanum í skiptum fyrir frelsi sitt. Og til þess að sjá til þess að Snake flýi ekki bara þegar hann er kominn á eyjuna þá er sprautað í hann einhverskonar örtæki sem mun drepa hann innan 23 stunda og eina leið hans til þess að lifa af er að koma til baka og fá aðra sprautu sem gerir tækið óvirkt. Þessi mynd er ótrúlega skemmtileg, sjónrænt flott og karakterinn snake plissken er einn svalasti, ef ekki svalasti melur sem sést hefur á hvíta tjaldinu 4-evah.
Til gamans má geta að aðalsöguhetja tölvuleikjanna goðsagnakenndu er ekki bara byggður á Snake Plissken, heldur heitir hann (Solid) Snake og lítur út nákvæmlega eins og hann. Með sítt hár, lepp fyrir auganu og svlaur eins og helvíti. John Carpenter leikstýrði þessari mynd, skrifaði hana og samdi tónlistina í henni ásamt Alan Howarth (sem var einn af þeim sem sá um tónlistina í kvikmyndinni Planet Terror eftir Quentin Tarantino og Robert Rodriguez) . Tónlistin í þessari mynd er afar einkennandi fyrir tónlistina í John Carpenter myndum, þessi ótrúlega 80’s synth, djúpir tónar, hæg framvinda o.s.frv.
Leikararnir í þessari mynd eru nú ekki af verri endanum en leikur einmitt Kurt motherfucking Russel aðalhetjuna Snake og Isaac Hayes leikur vonda kallinn; The Duke , Isaac er best þekktur fyrir tónlist sína og að hafa leikið Chef í South Park.
Isaac Hayes hefur samið tónlist í yfir 70 kvikmyndir og hlotið óskarsverðlaun fyrir.
Svo leikur sá aldagamli Ernest Borgnine leigubílstjóravin Snake’s sem er eins konar guðavél Snake’s ef hann er fastur einhversstaðar. John carpenter leikur líka alveg þrjú hlutverk í myndinni og samstarfskona hans, Debra Hill, talar fyrir tölvuna. Þessi mynd er mjög gott dæmi til þess að sýna fram á þann frumlega hugsunarhátt sem John Carpenter býr yfir, ég ætla að gefa þessari mynd 4 stjörnur af 5 mögulegum og kann ég bara ágætlega að meta það.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Ágæt færsla. 6 stig.
Post a Comment