Monday, March 30, 2009
Stardust
Ókei, þegar ég heyrði um þessa mynd og sá coverið á henni þá var aðeins eitt sem þaut um hugarfylgsni mitt: "Ekki fokking séns í helvíti að ég sé að fara horfa á þessa sjitt mynd". Vá hvað ég er glaður að hafa nú samt horft á hana. Málið var nefnilega að á sama tíma og þessi mynd kom út var önnur mynd sem hét The Dark is rising og ég ruglaði þeim saman. The Dark is Rising er nefnilega einhver gróðabrasks sjitt adaption mynd sem floppaði svo mikið að orðið mikið lýsir því ekki nógu vel. tilvitnun í gagnrýnanda: "Worst adaption EVER.". Stardust er hins vegar ekki sú kvikmynd því annars væri ég ábyggilega að skrifa vonudmyndablogg nr 5 núna. Stardust fjallar um strák sem er skotin í stelpu, stelpan er alger snobbdrós, en hann sér það ekki en hann ætlar að ná í stjörnu sem hafði hrapað áður fyrir hana til þess að sanna ást sína. Strákurinn verður þess vegna að fara í einhverskonar ævintýraheim sem fólk veit samt um og lætur það ekki trufla sig því fara verður í gegnum einhverskonar hlið til að komast þangað. Þegar Strákurinn loksins finnur stjörnuna kemst hann að því að þar sem stjarnan hafði fallið var falleg kona, konan var semsagt stjarnan. Svo tekur við ævintýrið að koma þessari stjörnu heim, en það er alveg ekki eins auðvelt og hann hélt, því bæði norn og konungur eru að leita að henni.
Sagan og handritið eru æðisleg og er þessi aðlögun sú betri sem ég hef séð á mynd af þessari stærðargráðu. önnur svona mynd sem kemur upp í hugann er The golden Compass, en var hún alveg ekki nálægt því svona góð.
Leikstjórinn Matthew Vaughn hefur gert eina mynd fyrir utan þessa og er það hin þrumusvala attitude mynd "Layer Cake" sem hefur hinn víðfræga Daniel Craig í aðalhlutverki (hann var þó óþekktur þegar sú mynd var gerð). Báðar þessar myndir eru snilldarlega skrifaðar (í Stardust tilvikinu, þá vel útsett saga). Frekar óþekktir leikarar fara með aðalhlutverk í þessari mynd en í aukahlutverkum eru nú aldeilis ekki slappir leikarar. Með hlutverk himin"sjó"ræningjans fer hinn ógurlega fyndni (í þessari mynd allavegana) Robert De Niro, og vondu nornina leikur Michelle Pfeiffer.
Þessi mynd er frábær fyrir fólk sem fílar klassískar ævintýramyndir eins og t.d Princess Bride. Allir leikararnir standa sig frábærlega, og þá sérstaklega aðalleikarinn hinn frekar óþekkti Charlie Cox sem leikur Tristan. Þessi mynd er stórgóð í alla staði og er synd og skömm að hún hafi ekki fengið meira áhorf en svo. Ég gef henni 4 stjörnur af 5.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
5 stig.
Sama hér. Þegar ég heyrði um þessa mynd og sá trailerinn ákvað ég að þetta hlyti að vera versta rusl.
Hmmm... en ég fíla Princess Bride, kannski maður ætti að gefa þessari séns.
Lokaloka blogg einkunn: 5,3
Post a Comment