Sunday, November 2, 2008

Dumb And Dumber




Hvar á maður að byrja þegar maður á að skrifa um mynd sem hefur haft svo ótrúlega mikil áhrif á mann og nánast mótað kímigáfu manns? Allt frá ótrúlega fyndum orðaleikjum og "puns" yfir í kúkahúmor af bestu gerð. Þessi mynd er fyrirmynd allra grínmynda og efast ég um að svona góð og solid grínmynd verði gefin út á okkar ævi. (Samt alveg án gríns, srsly!). Myndin fjallar um vinina Harry og Lloyd sem eru í orðisn fyllstu merkingu; hálfvitar. Þeir eiga í erfiðleikum með að sætta sig við að lífið er erfitt og maður þarf að vinna fyrir hlutunum. Tilvitnun í myndina, Harry: "There's not a job in this town!" Lloyd: "Yeah, not unless you wanna work 30 hours a week! pffhtt". Sagan er svo fullkomin, hún er ekkert Godfather-Usual Suspects Plot twist masterpiece en það er heldur ekki þar sem snilldin liggur. Snilldin er í einfaldleikanum. Grínmyndir, allavegana góðar grínmyndir þurfa að hafa eitthvað mission, og ef þær eru virkilega góðar þá inniheldur missionið road trip þar sem allur andskotinn gerist. Missionið í Dumb and Dumber er að koma ferðatösku til Aspen. Og Road trippið er til Aspen.

Önnur tilvitnun í myndina, Harry: “So you got fired again, eh?” Lloyd: “Oh yeah. They always freak out when you leave the scene of an accident, ya' know?” Harry: Yeah, well, I lost my job too. Lloyd: “Man, you are one pathetic loser.” AAHHH þetta er svo yndisleg mynd!!! Til þess að toppa ferðalagið þeirra Harry og Lloyd’s þá er ferðataksan sem þeir eru að skila full af peningum og áttu þeir að vera lausnargjald fyrir mannránsfórnarlamb og þess vegna eru sendir leigumorðingjar á eftir þeim. Þrátt fyrir að þessi mynd sé líklega mesta feel-good mynd í heiminum þá er (nú ætla ég að gera ráð fyrir að allir hafi séð þessa mynd) endirinn án efa mesta svekk kvikmyndasögunnar, (nema kannski endirinn á Das Boot… gauuuur).
Tilvitnun: Lloyd við leigumorðingja sem fékk far hjá þeim “hey, do you wanna hear the most annoying sound in the world? EEEHHHHHHHHHHGGHHHHRRHH!!!!”
Á meðan jafnaldrar mínir horfðu á Aladdin eða Lion King (sem ég hef nota bene aðeins séð einu sinni, þ.e. á frumsýningunni) þá horfði ég aftur og aftur og aftur á Dumb and Dumber, bestu grínmynd sem Bandaríkjamenn hafa nokkurn tímann gert, en Bretar eiga langa og góða grínsögu þó svo gef ég skít í þetta Peter Sellers bleika pardus slap-stick shit grín, það fer einhvern veginn svo mikið í taugarnar á mér. Svo verður það líka að koma fram að Monty Python eiga án efa heiðurinn á því að innleiða steik í sjónvarp.

Kvikmyndatakan í Dumb and Dumber er bara alveg ágæt svosem, ekkert eftirminnileg en það þarf hún svo alls ekki að vera. Klippingin er líka bara frekar hlutlaus og venjuleg En eins og áður sagði þá þurfa þessir tveir þættir ekki að vera gífurlega mikið útpældir í grínmyndum þar sem listræni þátturinn er ekki ríkjandi heldur afþreyingarþátturinn frekar og handritasmíðin sem einmitt er alveg best í þessari mynd. Það vita það ekki margir en Haley Joel Osment (Sixth Sense eftir M. Knight Shyamalaeyamnanaman) fékk fyrsta hlutverk sitt í stórri bíómynd í Dumb and Dumber. Hann var einmitt blindi krakkinn sem Lloyd seldi hauslausa páfagaukinn.
Billy blindi: “Pretty bird, can you say pretty bird? Pretty bird”

Úff þessi mynd sko, ég elska hana, vona að fleiri elski hana jafnmikið og ég þó svo er ég nánast viss um að Siggi(no offense) eigi eftir að skjóta hana niður því “Jim Carrey er útrbrunninn og hefur aldrei leikið í Stanley Kubrick mynd eins og Peter Sellers” eða “Myndatakan endurspegli ekki sálarangist aðalpersónanna nógu vel”. En ég meina. Stundum þarf maður bara að sökkva sér aðeins í lágmenninguna. Ég gef þessari mynd fjórar stjörnur pottþétt, (ég viðurkenni það fúslega að hún fær alveg heila aukstjörnu frá mér bara út af nostalgíugildinu, en hún er samt alveg jafngóð og í gamla daga!) Ég ætla að ljúka þessari færslu með annarri frábærri tilvitnun, Löggukall: “Pullover!” Harry: “No, it's a cardigan but thanks for noticing.” Lloyd: “Yeah, killer boots man!”.

1 comment:

Siggi Palli said...

"þó svo er ég nánast viss um að Siggi(no offense) eigi eftir að skjóta hana niður því “Jim Carrey er útrbrunninn og hefur aldrei leikið í Stanley Kubrick mynd eins og Peter Sellers” eða “Myndatakan endurspegli ekki sálarangist aðalpersónanna nógu vel”."

Þvílíkir fordómar! Mér finnst þetta kannski ekki besta mynd í heimi, en mér finnst hún bráðskemmtileg, drepfyndin og miklu meira "rewatchable" en hinar góðu Farrelly-myndirnar (Something about Mary, Kingpin og kannski Shallow Hal).

Fín færsla samt. 6 stig.