Monday, March 30, 2009
Mystery Men
Mystery Men fjallar um hóp misheppnaðra ofurhetja sem reyna eins og þær geta að verða eins afkastamiklar/vinsælar/töff og kollegi þeirra Captain Amazing. Í þessari mynd fer einvala lið úrkvalsleikara með aðalhlutverk og er þessi mynd í mínum huga virkilega vanmetin sem hasar/gamanmynd. Þessi mynd er nokkuð lík Mars attacks, ekki í söguþræði heldur leikaraliði; svakalegir leikarar en vanmetin mynd. Þá sem helst ber að nefna eru William H. Macy (Pleasantville, Fargo, Jurassic Park 3), PaulReubens (Pee Wee), Hank Azaria (Apu, Professor Frink í the simpsons), Ben Stiller (Meet The Parents/Fockers ofl.), Geoffrey Rush (Quills, Shine), Greg Kinnear (Little Miss Sunshine), Tom Waits (Tónlistarmaður), Eddie Izzard (uppistandari, Kel Mitchell (Good Burger) og svo fleiri. Það þarf enan eldflaugavísindamann til þess að sjá að með svona fjölbreyttu og skemmtilegu leikaravali getur þessi mynd ekki orðið minna enn allavegana ágæt. Leikstjórinn Kinka Usher hafði ekki leikstýrt mörgum myndum áður, nefnilega ENGRI, og er þetta hans eina mynd. Finnst mér þess vegna hálfskrýtið að hann hafi geta nælt sér í Ben Stiller, óskarsverðlaunahafann Geoffrey Rush og William H. Macy. Það eru ekki margir nýgræðingar sem ná til sín svona mörgum hæfileikamönnum nema að það sé annaðhvort eitthvað vit í þeim eða þá að pabbi þeirra sé mjög ríkur. Myndin gerist í einhverskonar fantasíuheim, þar sem loftför og fáránlegir bílar eru daglegt brauð, á götum borgarinnar Champion City eru síðan mörg gengi sem ráða undirheimunum og er skemmtilegt atriði í myndinni þegar verið er að kynna þau öll. Hlutverk illvirkjans er í færum höndum meistara Geoffrey Rush
og er hans karakter kallaður því yndislega skemmtilega nafni "Casanova Frankenstein". Nafn hans eitt ætti að gefa undirtón myndarinnar. Hann talar bjagaða ensku með ótrúlega sterkum þýskum hreim sem kemur oftar en ekki í veg fyrir það að það sem hann segir verði tekið alvarlega (á góðan hátt). Hefðarsetur Dr. Casanova er líka eins og stór skemmtistaður frá 8. áratugnum og umgengst hann gengi sem dýrkar Disko, forystumenn þeirra Tony C og Tony P eru vægast sagt töff. "Quick, to ze disco room!".
annar skemmtilegur karakter; The Sphinx. Sfinxinn er fimmtugur asískur gaur, frekar þybbinn sem talar í myndlíkingum, málsháttum og kjaftæði. á hann nokkuð margar fleygar setningar í þessari mynd: "You must lash out with every limb, like the octopus who plays the drums.", "We are number one. All others are number two, or lower.". Þessi mynd er pjúra uppskrift fyrir mynd sem allir ættu að skemmta sér konunglega á og ekki hugsa neitt meira um en þrátt fyrir skemmtilegt handrit, frábært (vægast sagt) leikaralið og skemmtilega hugmynd var þessi mynd feitt box office flopp:-( . Ég gef þessari mynd alveg solid 3 stjörnur af fimm og vona innilega að fleiri svona leikara exploitation myndir komi út á næstu árum.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
6 stig.
Sæmilega skemmtileg mynd, en það var eitthvað við hana sem virkaði ekki alveg.
Post a Comment