Monday, March 30, 2009
.Vondumyndablogg
Já í þessu örbloggi (vondumyndabloggi) ætla ég að skrifa um mynd eftir leikstjóra sem allir kvikmyndaáhugamenn, sem hafa eitthvert hundsvit á kvikmyndum, hata. Téður leikstjóri heitir Uwe Boll og er hann versti, slappasti, metnaðarlausasti og hryllilegasti leikstjóri heims. Hann Uwe er þýskur og hefur hann undanfarin ár nýtt sér glufu í þýska skattkerfinu varðandi kvikmyndir. Þ.e.a.s. að ef myndirnar hans kosta ekki meira en (nú er ég ekki alveg með tölurnar á hreinu en þetta er nokkuð nálægt) 5 (plús mínus KANNSKI ein milljón) milljón evra þá fær hann megnið af peningnum endurgreitt. Svo eru það alltaf einhverjir helvítis hálfvitar sem kaupa þessar myndir (og þeir eru ekkert svo fáir) Flestar kvykmyndir hans fá aldrei hærri einkunn en 3 á imdb.com og eru flestar með 2,5 eða lægri. Myndin sem ég sá heitir House of the Dead... úff.
Myndin gerist í Bandaríkunum og fyrstu setningarnar á coverinu (aftan á) seldu mér myndina. Hér koma þær, ready? og núna: "Það er vorhlé og krakkarnir vilja bara djamm. Hópur háskólakrakka er á leiðinni á rave á yfirgefinni eyju, en það sem krakkarnir vita ekki er að eyjan er yfirfull af uppvakningum!" GUÐ MINN ALMÁTTUGUR. GETUR LÝSING Á MYND VERIÐ MEIRA AWESOME! Allavegana þá náttúrulega deyr heimska ljóskan fyrst og blablabla þið þekkið þetta allt. EN það sem stakk augu er að þegar svona sirka 3/4 af myndinni eru búnir er svona 8 mínútna langt slow motion atriði þar sem allir eru að skjóta uppvakninga, án gríns, srsly 8 fucking mínútur, hvað er það?. Myndin er byggð á tölvuleiknum House of the dead (Uwe Boll finnst einstaklega gaman að taka gamla klassíska tölvuleiki og breyta þeim í skít með töfra höndum sínum) og það er ótrúlega fyndið því að eina tengingin, athugið EINA TENGINGIN við tölvuleikinn eru örskotsstutt myndbrot sem eru sýnd á milli atriða, annars tengist leikruinn myndinni ekki neitt. Þessi mynd er ótrúlega vond, ég mæli ekki með henni fyrir neinn, ekki einu sinni fólk með sjálfsEYÐINGARhvöt. Þetta er ekki svona mynd sem maður segir "hey, ég ætla að horfa á þessa mynd hún er víst óóógeðslega léleg" ens og tildæmis Ed Wood mynd. ónei lesandi góður þessi mynd er ekki vond á góðan hátt og ekki einu sinni vondan hátt. hún gefur orðinu "Vont" eiginlega bara alveg nýja merkingu, því orðið vont er eiginlega ekki nógu sterkt orð. Það ætti eiginlega að finna upp á nýju orði um slæma hluti bara fyrir þessa mynd. ég veit. House of the Dead = Belmisglytta.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
4 stig.
Post a Comment